Í 1 og hálft ár hef ég unnið að heimildarmynd um lífræna ræktun á Íslandi. Ísland er töluvert á eftir löndunum í kringum okkur á sviði lífrænnar ræktunar. Með þessari Karolina fund söfnun safna ég fyrir seinni hlutanum á upptökum og eftirvinnslu á myndinni sem verður fumsýnd 2022.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€15,471

raised of €15,000 goal

0

days to go

113

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Johanna Vilhjalmsdottir

  • Writer, Co-producer

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Heimildarmyndin Lífrænt líf

50%
  • Handrit
  • Rannsóknarvinna
  • Upptökur fyrri hluti
  • Upptökur seinni hluti
  • Eftirvinnsla
  • Frumsýning

Further Information

Heimildarmyndin Lífrænt líf fjallar um lífræna ræktun á Íslandi.
Ég, Anna María er lífrænn neytandi en ég bjó í Danmörku í 10 ár. Tengdafjölskyldan mín á og rekur lífrænt bú í Danmörku en það var í gegnum þau sem ég kynntist hvað lífræn ræktun er.

Á meðan að ég bjó i Danmörku varð ég ólétt og þar var mikil umræða um lífræna ræktun og mikilvægi lífrænnar fæðu á meðgöngu til að draga úr magni eiturefna sem fóstrið verður fyrir. Einnig komst ég að því að stefna margra sveitarfélaga þar er að börnum í leikskólum sé boðið upp á lífrænt fæði og þannig var það þar sem við bjuggum. Þetta vakti svo sannarlega áhuga minn á lífrænni ræktun og þeim mun meira sem ég kynnti mér málið var ekki aftur snúið – því lífræn ræktun snýst ekki bara um heilbrigði okkar heldur líka jarðarinnar. Við fjölskyldan vorum því farin að neyta nánast einvörðungu matar sem hafði verið ræktaður með aðferðum sem viðurkenndar eru sem lífrænar.

Annað umhverfi og viðhorf blöstu við okkur þegar að við fluttum til Íslands. Mun minna af lífrænum matvælum er í boði á Íslandi þannig að það er erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt matarræði mjög lítil.

Ég fór því af stað í rannsóknarleiðangur um lífræna ræktun á Íslandi og hvers vegna Ísland er eftirbátur þjóða sem við berum okkur saman við þegar kemur að lífrænni ræktun og fjallar heimildarmyndin um þetta ferðalag.

Linkur á vimeo myndband um Lífrænt líf: https://vimeo.com/manage/videos/569809087

Eldmóður lífrænna bænda í áratugi

Ég komst fljótt að því að Ísland er langt á eftir löndunum í kringum okkur hvað varðar lífræna ræktun en aðeins eru um 30 lífrænir bændur á Íslandi af u.þ.b. 3.000. Sú tala hefur nánast staðið í stað í áratugi. Margir þessara bænda hafa synt á móti straumnum í áratugi en hafa á sama tíma sýnt og sannað hvernig er hægt að stunda lífræna ræktun á Íslandi. Sögur þessara bænda eru einstakar og sýna mikið frumkvöðlaeðli blandað við eldmóð og ástríðu fyrir að rækta matvæli í sátt við jörðina og umhverfið. Í heimildarmyndinni heimsæki ég nokkra þessara bænda og frumkvöðla í lífrænni ræktun á Íslandi.

Verið að hleypa út dönskum lífrænum kúm eftir veturinn

Lífrænum áburði dreift á íslenskt tún

Minn bakgrunnur

Mín vegferð út í kvikmyndagerð er ekki hefðbundin. Ég er menntuð söng- og tónlistarkona og hef gefið út 4 plötur, tvær sólóplötur með eigin tónlist og tvær plötur með Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI í Danmörku. Ein sólóplatan mín hét ,,Hver stund með þér" en hún innihélt tónlist sem ég samdi við ástarljóð sem afi minn, Ólafur Björn Guðmundsson orti til ömmu minnar, Elínar Maríusdóttur yfir þeirra ævi saman, sem voru um 60 ár. Þessi fallega saga ömmu og afa og allt myndefnið sem afi hafði tekið upp og tónlistin mín, varð til þess að ég ákvað að gera heimildarmynd um þau. Ég framleiddi myndina en leikstjórn var í höndum Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur, klipping í höndum Ólafs Más Björnssonar og upptökur sáu Tjarnargatan um. Myndin var sýnd á RIFF 2015 (Reykjavík international film festival), RÚV og Sjónvarpi Símans 2020.

Hlekkur á heimildarmyndina ,,Hver stund með þér" á vimeo: https://vimeo.com/manage/videos/569892706

Sú reynsla sem ég fékk af vinnu við heimildarmyndina ,,Hver stund með þér" kveikti hjá mér óslökkvandi áhuga fyrir heimildarmyndagerð. Efniviðurinn hefur verið það sem hefur drifið mig áfram og löngun til að deila efninu með sem flestum . Eftir að ég fór að kynna mér lífræna ræktun hefur áhuginn á efninu eingöngu aukist en mikil rannsóknarvinna liggur að baki þessarar myndar.

Sumarið 2020 fékk ég nokkra styrki til að hefja upptökur á myndinni og vinna í handritinu. Ég ferðaðist því um Ísland og tók viðtöl við nokkra frumkvöðla í lífrænni ræktun á Íslandi. Það gerði allt þetta verkefni raunverulegra að fara á staðina, og kynnast fólkinu á bakvið lífræna ræktun á Íslandi. Síðan þá hefur handritið að myndinni verið í þróun en Jóhanna Vilhjálmsdóttir gekk til liðs við myndina sem meðframleiðandi í byrjun árs 2021. Jóhanna hefur m.a. skrifað bók um áhrif eiturefna í umhverfi á umhverfi og heilsu - Heilsubók Jóhönnu. Nú er komin skýr sýn á heimildarmyndina og vinnan sem eftir er snýst um að taka upp seinni hlutann af viðtölunum og klára eftirvinnslu á myndinni en hún verður frumsýnd árið 2022.

Framleiðandi og leikstjóri: Anna María Björnsdóttir
Meðframleiðandi: Jóhanna Vilhjálmsdóttir
Ráðgjöf: Tinna Jóhannsdóttir - Sagafilm.
Kvikmyndataka og hljóð: Rut Sigurðardóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen.
Önnur ráðgjöf og aðstoð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, Helena Rut Sveinsdóttir.

Samhliða vinnu á þessari heimildarmynd held ég úti bloggsíðunni Lífrænt líf: https://www.lifraentlif.is/

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€15,471

raised of €15,000 goal

0

days to go

113

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464