Bókin sprettur úr sjálfboðaliðareynslu í athvarfi fyrir konur sem kljást við heimilisleysi. Skjáskotin eru 42 ljóð og 17 listaverk. Ágóðinn af bókinni mun renna til Konukots og Frú Ragnheiðar.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,832

raised of €2,700 goal

0

days to go

83

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Lilja Tryggvadóttir

Creator
  • Engineer

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Skugga mæra - skjáskot af jaðrinum

50%
  • Ljóð
  • Listaverk
  • Myndvinnsla
  • Hönnun og umbrot
  • Prentun og framleiðsla
  • Útgáfa!

Further Information

Velkomin á síðuna fyrir ljóðabókina Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum. Ljóðin spretta sem úrvinnsluljóð úr sjálfboðaliðareynslu í athvarfi fyrir konur sem kljást við heimilisleysi. Ágóði af bókinni mun renna til Konukots, athvarf fyrir heimilislausar konur rekið af Rótinni, og Frú Ragnheiðar sem veitir heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu, rekið af Rauða Krossinum. Báðir staðir leggja ríka áherslu á skaðaminnkun og aðstoða fólk sem enn í dag er jaðarsett í samfélaginu. Það er mikil vakning í þessum málum búin að eiga sér stað á síðustu árum. Ríkið og Reykjavíkurborg styrkja reksturinn en hluti af rekstrinum er rekinn af sjálfboðaliðum og fjárframlögum úr söfnunum og gjöfum. Því er fjármögnun mikilvæg og von okkar að þetta verk geti veitt silfurkannt inn í sumarið og haustið.

Myndirnar í bókinni eru gerðar eftir lestur ljóðanna og heimsókn í Konukot. Þær endurspegla túlkun listamannsins á tilfinningunum í ljóðunum og umhverfinu í Konukoti. Ingibjörg Huld hefur haldið sýningar á verkum sínum í Danmörku og á Íslandi. Verkin í bókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ eru öll til sölu hjá listamanninum en afnot af þeim voru gefin endurgjaldslaust. Í bókinni er magnað samspil mynda og orða en verkin eru einnig glæsileg stök.

Svona bókverk gerir ekki eyland og þakklætið er mikið. Myndvinnsla eftir skann var í höndum Hildisifjar ljósmyndara. Hún tók einnig mynd af þrem verkum sem eru of stór fyrir skanna. Myndirnar ljómuðu eftir töfra handbragð hennar og allt samstarf einstaklega ljúft. Mæli heilshugar með henni í alla ljósmyndun og verk henni tengdri.

Gerð ljóðabókar er mikið lærdómsferli og það eru ófáir sem hafa stutt við mitt. Ég hef fengið bæði formlegan og óformlegan yfirlestur nokkrum sinnum og í hvert skipti hafa ljóðin tekið stökk. Takk allir sem hafa gefið af sér, peppað og sagt mér til. Án ykkar væri þetta allt enn ofaní skúffu.

Það að ágóðinn af bókinni renni beint inn í starf Konukots og Frú Ragnheiðar er eðlilegt þar sem ekkert ljóðanna væri til án þeirra. Þakklætið gagnvart fólkinu sem sækir þjónustu þangað og vinnur þar er óendanlegt. Það kennir manni svo margt um lífið og tilveruna að kynnast fólki út fyrir sína eigin litlu „jólakúlu“.

Ljóðin eru alls 42 og í bókinni eru 17 listaverk. Öll vinna við bókina sem er komin er í sjálfboðavinnu eða á kostnað höfundar en umbrot og prentun er eftir. Ágóðinn af hverri bók verður því munurinn á verðinu og kostnað fyrir umbrot og prentun.

Ljóðabókin „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ er kynnt frekar á facebook og instagram.

Afhending bókanna fer fram eftir prentun og í samræmi við sóttvarnareglur á þeim tímapunkti. Haft verður samband við hvern og einn um afhendingu og því mikilvægt að fá upplýsingar um heimilisfang, tölvupóst og símanúmer. Takk kærlega.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,832

raised of €2,700 goal

0

days to go

83

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464