Parkour er íþrótt sem allir geta stundað sama hver, hvar, hvenær og hvernig þú ert. Við sem stundum parkour finnst íþróttin geta breytt heiminum og þess vegna viljum við gera hana aðgengilegri og byggja okkar eigið æfingapláss, þar sem hver sem er má koma og njóta þess unaðar sem íþróttin er.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,388

raised of €3,000 goal

0

days to go

50

Backers

146% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Fyrsti parkour salurinn á Íslandi

60%
  • Hönnun
  • Hluti af parkour vellinum fluttur inn úr Laugardalnum
  • Völlurinn málaður
  • Skáveggur smíðaður
  • Tveir veggir með brú smíðuð
  • Stangir og handrið sett upp
  • Stóri stallurinn smíðaður
  • Langi veggurinn smíðaður
  • Málun
  • Fleiri stangir og handrið

Further Information

Við í Parkour Ísland ætlum að setja upp fyrsta parkour sal Íslands við Sævarhöfða 31 og stefnum á að opna í 2. maí!

Sumir spyrja sig eflaust: " En hvað er eiginlega þetta parkour? Er það ekki svona að stökkva á milli húsa eins og James Bond í bíómyndunum?"
Svarið við þessu er í raun bæði já og nei. Íþróttin okkar er með fjölmarga iðkenndur út um allan heim og þar af leiðandi eru margar skilgreiningar á því sem við gerum. Sú algengasta er að þetta snúist allt um að komast hratt og örugglega frá A til B án nokkurs aukabúnaðar, stundum hátt uppi en lang oftast niðri á jörðini. Þeir sem hafa horft á einhver myndbönd af fólki að stunda parkour hafa þó kannski tekið eftir því að þau fara ekki alltaf fljótustu leiðina heldur stundum bara þá skemmtilegustu, enda eru skilgreiningarnar í raun aukaatriði, aðal málið er að hafa gaman.

Það sem okkur er samt kærast um er félagskapurinn og samfélagið sem hefur myndast í kringum íþróttina. Margir finna sinn stað í parkour sem finna sig ekki í hefðbundum íþróttum meðal annars vegna þess að það þarf ekki að keppa við neinn annan en sjálfan sig og þú ert kvattur áfram af öllum, sama með hvaða liði eða félagi þeir æfa. Það er líka einstakt bræðra og systralag innan þróttarinnar, sama hvert þú ferðast, hvers trúar þú ert eða af hvaða uppruna, þá munntu aldrei upplifa annað en kærleik frá öðrum sem stunda íþróttina og þér yrði eflaust boðinn frír matur og gisting í þokkabót!

En af hverju erum við að setja upp parkour sal (og hvað er það eiginlega)?
Eins og stendur er parkour nánast eingöngu þjálfað í fimleikafélögum hér á landi enda er gott að æfa heljarstökk út í púðagryfjur og geta dottið á mjúkt gólf. Þó að það sé frábært að æfa inni í fimleikasölum þá er margt sem er ekki hægt að æfa í svona mjúku umhverfi, svipað eins og að æfa sjósund í sundhöllini. Við þurfum að geta lent á hörðum og stöðugum veggjum, handriðum og stokkið frá einum stalli yfir á annan til að ná fullkominni færni. Allt þetta er að finna úti en eins og allir vita er stundum, bara stundum, rigning á Íslandi og ekki mjög gott að æfa á sleipum veggjum.

Parkour salur er staður sem hermir eftir áskorunum sem eru að finna í borgarumhverfinu og setur þær allar saman undir þak í þurru og hlýju umhverfi, voða kósí ef það er blindbylur úti ;) Það þarf mikið timbur og rör, skrúfur og svo framvegis til að smíða svona sal og þess vegna biðjum við um hjálp. Hver hundraðkall getur hjálpað okkur að kaupa skrúfur og hver þúsundkall að kaupa timbur svo hver skildingur skiptir máli. Okkur hefur nú þegar tekist að skrapa saman fjármagni í grunn uppsillingu en það er enn margt sem vantar. Allur peningurinn sem safnast fer beint í salinn og því meira sem safnast því flottari verður hann. Þessi söfnun er allt eða ekkert, s.s. þitt framlag verður bara notað ef við náum markmiðinu okkar, annars heldur þú peningnum.

Við vonum að þú getir hjálpað okkur að ná þessu markmiði

Seinasta verkefni okkar, Parkour völlurinn í Laugardalnum, spratt upp seinasta sumar rétt á milli Covid bylgna með styrk frá Reykjavíkurborg í gegnum verkefni þeirra "Sumarborgin 2020". Völlurinn var mikið notaður þá þrjá mánuði sem hann stóð og vorum við hæst ánægð með smíðina. Völlinn fengum við að geyma í gám hjá Fimleikafélaginu Ármanni og ætlunin var að setja hann aftur upp þetta sumarið en við tókum svo þá ákvörðun að völlurinn væri fullkominn grunnur fyrir nýja innanhús parkour völlinn þar sem hann gæti fengið að standa allt árið um kring.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€4,388

raised of €3,000 goal

0

days to go

50

Backers

146% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464