Bókin Skáföll er fyrsta ljóðabók Bryndísar, en áður hefur hún skrifað ævisögu transkonu “Hún er pabbi minn”, sem kom út árið 2016. Bryndís er þroskaþjálfi skáld og lífskúnstner sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu. Hún bjó lengi erlendis en málefni kvenna hafa löngum verið henni hugleikin.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,618

raised of €1,500 goal

0

days to go

9

Backers

108% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Bryndís Júlíusdóttir

Creator
Uppeldisfræðingur frá Aarhus socialpædagogiske seminarium.

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Skáföll-ljóðabók

60%
  • Handrit
  • Uppsetning bókar
  • Bókarkápa
  • Prentun
  • Útgáfa!

Further Information

Bókin Skáföll er fyrsta ljóðabók Bryndísar, en áður hefur hún skrifað ævisögu transkonu “Hún er pabbi minn”, sem kom út árið 2016.
Bryndís er þroskaþjálfi skáld lífskúnstner og margt fleira, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, og miðlar hún af reynslu sinni í ljóðum sínum.
Hún bjó lengi erlendis, en málefni kvenna hafa löngum verið henni hugleikin. Greinar og ljóð hafa birst eftir hana í tímaritum og dagblöðum.
Skáföll lýsa með hárbeittum húmor og kaldhæðni baráttu kvenna fyrir menntun og sjálfstæði á tímum breytinga, en jafnframt endalausri leit þeirra að ást hamingju og jafnvægi í tilverunni..
Hvar værum við ef við hefðum ekki húmor fyrir sjálfum okkur og lífinu ?
Í bókinni er litið yfir farinn veg, þarna eru stelpur mæður ömmur og langömmur. Brugðið er upp mynd af hlutskipti kvenna á mismunandi tímum og endalausu basli þeirra fyrir tilverunni. Í heimi sem verður stöðugt flóknari með nýjum áskorunum.
Ofurkonan þarf líka oft að borga tilveru sína og fullkomnun dýru verði. Lífið er ekki bara einn veruleiki. Lífið er margir veruleikar.

Hamingjubúðin.

Góðan daginn
ég ætla að fá fimm kíló af hamingju
því miður
hamingjan er uppseld
ég var að enda við að selja síðustu hamingjuna
ertu að meina þetta ?
hvað get ég fengið í staðinn ?
nú óhamingju auðvitað
ég á hana til í fimm litum
líka í svörtu
og fjólubláu
áttu ekki von á nýrri sendingu af hamingju ?
það er alveg óvíst
hamingjan er eftirsótt
rennur út um leið og hún kemur
komdu aftur í næstu viku

við stelpurnar stauluðumst
í hamingjubúðina eftir viku
og þá var stórt skilti á hurðinni

LOKAÐ VEGNA HAMFARAHAMINGJU
(óvíst um næstu sendingu)

Óhamingjan.

Óhamingja til sölu kostar eina tölu
gaddfreðin óhamingja á útsölu
vantar ykkur ekki smá óhamingju ?
frábært verð þessa viku
kolsvört óhamingja
á tilboðsverði
nóg úrval
tvær fyrir eina
útsala á meðan birgðir endast
til í fimm litum
líka svörtu
og fjólubláu
ókeypis far á óhamingjuöskuhaugana
í kaupbæti
vanir menn

við stelpurnar vildum ekki óhamingjuna
þó það væri svona mikið til af henni
við stelpurnar héldum okkar striki
þóttumst ekki sjá óhamingjuna
þó að hún væri þarna alls staðar
þó að hún væri alveg að drepa allt
við vorum líka margar sigldar
eins og Jónas Hallgrímsson
eins og Fjölnismenn
við stelpurnar menntuðum okkur
í Kaupmannahöfn
Berlín
París
Róm
og Barcelona
þrátt fyrir óhamingjuna
okkur varðaði ekki um óhamingjuna
óhamingjan gat bara átt sig
sjáið bara Fjölnismenn

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,618

raised of €1,500 goal

0

days to go

9

Backers

108% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464