Kæru vinir! Eftir áralanga rannsóknarvinnu á angan íslenskra jurta ætlum við að opna ilmsýningu á íslenskum jurtailmum og ilmupplifunum í Álafosskvos. Þetta verður sú fyrsta sinnar tegundar. Okkur vantar herslumuninn til að fjármagna verkefnið og því leitum við eftir stuðningi frá ykkur!
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,300

raised of €5,000 goal

0

days to go

96

Backers

106% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Sonja Bent

Creator

Elín Þorgeirsdóttir

  • Project manager

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Ilmbanki íslenskra jurta

0%
  • Hönnun sýningar
  • Pöntun á aðföngum og íhlutum
  • Uppsetning og frágangur
  • Opnun 21. mars 2020

Further Information

Við Elín Hrund og Sonja Bent hjá Nordic angan höfum staðið að rannsókn á angan íslenskra jurta um nokkurt skeið. Við ætlum að gera þessari rannsókn skil í formi ilmsýningar þar sem gestir og gangandi geta lyktað af íslenskri náttúru og fræðst um eiginleika hennar ásamt því að njóta einstakra ilm upplifana á borð við ilmsturtu Nordic angan, sem var frumsýnd á HönnunarMars síðastliðinn. Til stendur að opna Ilmbanka íslenskra jurta í lok mars 2020 í húsnæði Nordic angan í Álafosskvos, en það vantar herslumuninn upp á að það náist að fjármagna verkefnið og því leitum við eftir stuðningi frá þér til að gera draum okkar að veruleika!

Af hverju Ilmbanka?

Ilmbanki íslenskra jurta hófst sem nýsköpunar- og rannsóknarverkefni. Ekki er nein hefð á Íslandi fyrir eimingu jurta. Verkefnið hefur staðið í þrjú ár og höfum við á þeim tíma eimað um 100 íslenskar jurtir ásamt því að nota aðrar aðferðir s.s. CO2 extröktun til að ná ilmum úr jurtunum. Rannsóknin hefur svo skilað stórum gagnabanka yfir ilmi (ilmkjarnaolíur) úr íslenskri náttúru. Þennan gagnabanka munum við nota til að búa til Ilmsýningu með áherslu á íslenska náttúruilmi. Ekki eru til neinar sambærilegar sýningar hér á landi sem fókusa á íslenska náttúru út frá ilmi hennar. Ilmbanki íslenskra jurta - ilmsýning verður því sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Lykt er stór partur af okkar lífi og spilar stórt hlutverk í líðan okkar. Við hönnun sýningarinnar höfum við m.a. velt fyrir okkur spurningunum: Getum við hannað samtal út frá lyktarreynslu? Getum við búið til sameiginlegar minningar með því að deila með okkur lykt? Einnig höfum við unnið með sögu ilmgerðar í alþjóðlegu samhengi og tengt hana við menningu, sögu og náttúru Íslands.
Við munum einnig notast við hráefni úr íslenskri náttúru í ilmtenda hönnnun og upplifanir s.s. Ilmsturtuna en hún verður hluti af sýningunni. Við teljum að sýning af þessu tagi verði frábær viðbót við sýningarflóru Íslands. Að hanna upplifanir, sýningu og vörur út frá ilmi er líka að okkar mati óhemju áhugavert, skemmtilegt og krefjandi.

Hver er staða verkefnisins núna?

Undirbúningsvinnan við sýninguna er hafin. Húsnæðið okkar, gamla tóvinnustofan, í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ var fyrir einu og hálfu ári síðan bara geymsla sem þurfti mikla ást og umhyggju til að verða að vinnustofu Nordic angan og nú síðast heimili Ilmbanka íslenskra jurta. Söfnun og blöndun á ilmum er nánast tilbúin og er hugmyndavinna og hönnun sýningarinnar á lokametrunum. Næstu mánuðir munu fara í að vinna grafík, útfæra ilmíhluti, setja upp sýninguna og verslun Nordic angan.

Þefar þú af náttúrunni?

Þekkirðu lyktina af burnirót eða birkilaufi? Áttu ilmminningar?
Ilmsýningin er m.a. unninn út frá spurningunum: Getum við hannað samtal út frá lyktarupplifun? Getur við búið til sameiginlegar minningar með því að deila með okkur lykt? Við viljum sameina ólíka menningarheima, hugmyndaheima, hugarheima eða ilmheima með því að bjóða fólki að kanna tengsl ilms, minninga og tilfinninga saman með því að þefa saman!

Bandarísku vísindamennirnir Richard Axel og Linda Buck fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2004 fyrir rannsóknir á lyktarskyni manna. Rannsóknir þeirra beinast að því hvernig lykt lifir í minni manna og hvernig það að lykta af t.d. páskaliljum getur vakið minningar um atburði sem gerðust fyrir löngu en tengjast páskalilju lyktinni, að því er virðist, ekki neitt. Ólíkt hljóði og ljósi er ekki hægt að mæla lykt með mælitækjum sem eru mannlegri skynjun óviðkomandi. Frekar mætti bera lykt saman við liti eða tóna sem ávallt eru háðir skynjun hvers og eins.

Ilmsturtan - Hleyptu náttúrunni inn

Ilmsturtan var frumsýnd á HönnunarMars 2019. Hún er risavaxin ilmkjarnaolíulampi með hreinum íslenskum ilmkjarnaolíum framleiddum af Nordic angan. Ilmsturtan var hönnuð útfrá hugmyndafræði Shinrin-Yoku eða Japanskra Skógarbaða. Hún gengur i stuttu máli út á að ganga í skóginum og anda að sér heilnæmu lofti. Rannsóknir japanskra vísindamanna hafa sýnt fram á að Skógarböðin draga úr streituhormónum, bæta ónæmiskerfið og almenna vellíðan. Ástæðuna má finna í ilmkjarnaolíum sem trén framleiða og gefa frá sér til að verjast bakteríum og skordýrum. Skógarloftið lætur manni því ekki bara líða vel heldur virðist það í raun bæta ónæmiskerfið. Njóttu þess að anda að þér heilsubætandi ilmi skógarins og baða þig i angan íslenskrar náttúru.

Fylgdu okkur á: facebook.com/nordicangan/

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,300

raised of €5,000 goal

0

days to go

96

Backers

106% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464