Dagatalið mitt er fjölnota og með 366 myndskreyttum síðum en jafnframt afmælisdagatal. Vilt þú muna eftir afmælum vina og ættingja? Vilt þú hafa nýja mynd með texta á borðinu þínu á hverjum degi? Þetta eru tvær af mörgum ástæðum fyrir því að styrkja þetta verkefni. Lestu áfram til sjá hinar.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€2,109

raised of €16,000 goal

0

days to go

42

Backers

13% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Um mig

Ég fæddist og ólst upp á Sauðárkróki og var alltaf með blýant og liti á lofti sem barn og unglingur. Ég er leik- og grunnskólakennari að mennt og hef starfað sem leikskólakennari í yfir 30 ár.

Ég sótti hin ýmsu námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 1980 -83 m.a. hjá Helga Vilberg og Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni. Einnig hef ég sótt ýmis námskeið í myndsköpun í gegn um tíðina. Á árunum 2006 og 2007 stundaði ég nám í myndmenntakennaradeild KÍ m.a. hjá Ásrúnu Tryggvadóttur og Jóni Reykdal. Undanfarin ár hef ég stundað nám í olíumálun við Myndlistaskóla Kópavogs m.a. hjá Birgi Rafni Friðrikssyni, Söru Vilberg og Svanborgu Magnúsdóttur.

Ég sótti Brautargengi, námskeið fyrir konur í atvinnurekstri, á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og stofnaði í kjölfarið ÁJ hönnun í upphafi árs 2019.

Orð eru til alls fyrst

Hvaðan kom hugmyndin? Af hverju Dagatalið mitt?

Fyrir tveimur árum var ég að byggja mig upp og styrkja mig og ákvað að skrifa niður eins margar uppbyggjandi setningar og ég gæti. Það urðu ansi margar setningar og ég fór að hugsa hvort ég gæti ekki gert eitthvað við þær. Ég fór að mála myndir við textana og gefa þær, sumar á ensku og aðrar á íslensku.

Góð kona spurði mig af hverju ég gæfi þetta ekki út í bók og ég fór að hugsa um það. Ég hélt áfram að skrifa niður setningar sem komu í huga minn, sumar voru uppbyggjandi, aðrar örsögur og enn aðrar áminningar.

Allt í einu voru setningarnar orðnar nærri 200. Ég var enn að hugsa og einn daginn þegar ég var að reyna að skrifa nafn á nýfæddu barni inn á mánaðardaginn minn, mér til áminningar kom hugmyndin að Dagatalinu mínu. Hún var fljót að þróast í það sem varð og nú er Dagatalið mitt að verða að veruleika.

Dagatalið mitt

Dagatalið mitt er fjölnota en ekki bundið ákveðnu ári.

Hver síða er tileinkuð einum degi á árinu og þar eru örsögur úr hversdeginum eða uppbyggjandi orð. Hver síða er myndskreytt af höfundi með myndum unnum með blandaðri tækni í takt við textann. Þannig fær hver dagur ársins sinn sess með sínum orðum og sinni mynd.

Einnig eru á hverjum degi reitir þar sem eigandinn gerir Dagatalið mitt að sínu og mjög persónulegt með því að skrá nöfn afmælisbarna dagsins og fæðingarár þeirra.

Myndir og tækifæriskort

Margar af myndum úr Dagatalinu mínu er hægt að kaupa sérstaklega og eru þær þá með texta. Myndirnar eru af stærðinni A6 og í ramma með kartoni. Einnig er hægt að fá myndirnar með enskum texta.

Myndir úr dagatalinu hafa einnig verið gerðar að tækifæriskortum.

Kortin eru tvöföld í stærðinni A6, ekki er texti inni í þeim og það fylgja þeim umslög. Kortin er einnig hægt að fá með enskum texta.

Útigleði

Það er auðvelt að gleðjast úti og það þarf alls ekki að kosta neitt.

Útigleði er lítill kassi með 72 spjöldum sem hvert og eitt inniheldur eina hugmynd að einhverju sem hægt er að gera sér til dundurs eða gleðjast yfir utandyra, en kostar ekki peninga.

Útgáfa og kolefnisspor

Þegar einstaklingur eða einmenningsfyrirtæki fara í gegn um það ferli að gefa út efni sjálf er það afskaplega dýrmæt reynsla.

Að vinna að útgáfu Dagatalsins míns hefur verið mjög skemmtilegt ferli en einnig krefjandi á margan hátt. Í því felast mörg þrep vinnu og einnig kostnaður. Stærsti kostnaðarliður útgáfu er prentun því ÁJ hönnun hefur tekið afstöðu með umhverfinu og Íslandi. Dagatalið mitt verður því prentað á Íslandi og styður þar með íslenskan iðnað og sparar jafnframt kolefnissporið af innflutningi. Prentun á Íslandi er mjög kostnaðarsöm en þar getur þú létt róðurinn með styrk og þú færð að sjálfsögðu umbun í staðinn.

Hvernig verður umbun þinni komið til skila?

Vörurnar sem eru endurgjald fyrir áheit á verkefnið verður hægt að sækja í Kópavog eða fá þær sendar í pósti á kostnað kaupanda.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€2,109

raised of €16,000 goal

0

days to go

42

Backers

13% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464