Af ótta við að lenda á götunni fara þrjár systur af stað í vægast sagt furðulegan leiðangur, þar sem kemur við sögu gamalt fjarðsjóðskort, örn sem virðir ekki einkalíf annara og vinasamband sem er engu líkt. Myndin er skrifuð, leikin og leikstýrt af ungum og upprennandi konum í bransanum.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,836

raised of €2,800 goal

0

days to go

30

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Júlíana Kristín Jónsdóttir

Actress, Writer, Co-Producer

Björk Guðmundsdóttir

Actress, Writer, Co-Producer

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Mud

100%
  • Script
  • Casting
  • Filming
  • Editing

Further Information

Af ótta við að lenda á götunni fara þrjár systur af stað í vægast sagt furðulegan og örlagaríkan leiðangur. Ferðin reynist ekki auðvelt og brýst ýmislegt upp á yfirborðið sem hefur kraumað lengi niðurfyrir, uppgjör er í vændum.

Saga sem fjallar um sterkar konur og vinasamband þeirra. Þetta er gamanmynd og er handritið stútfullt af sótsvörtum húmor.

Verkefnið varð til vegna þess að höfundum þótti skortur á stutt- og kvikmyndum sem skarta fyrst og fremst djúpum og sterkum kvennpersónum og vinasambandi þeirra. Þessi mynd er því skrifuð, leikin og henni leikstýrt af ungum og upprennandi konum í bransanum.

Myndirnar eru teknar af Gunnlöðu Jónu Rúnarsdóttur ljósmyndara.

Um gerð myndarinnar

Hvenær verður myndin tekin upp og hvar?
Haustið 2019 í Miðfelli rétt hjá Flúðum.

Hver mun leika í myndinni?

Björk Guðmundsdóttir fer með hlutverk Nínu.

Björk stundar nám við leikarabraut LHÍ. Hún er búin að vera virkur meðlimur Improv Ísland síðan árið 2013. Þar er notast við aðferð Del Close, sem kennd er í skólanum Upright Citizens Brigade bæði í New York og Los Angeles og hefur Björk stundað það nám á báðum stöðum, sem og á Íslandi. Hún sýndi með Improv Ísland á stærsta spunamaraþoni heims árin 2015 og 2017, og var einstaklingssýning hennar var valin sem einn af hápunktum hátíðarinnar 2017. Hún tók þátt í stúdentaleikhúsinu og sat um tíma í stjórn þess. Hún lék í nemendastuttmyndinni Mamma veit verst sem var valin besta útskriftarmyndin úr Kvikmyndaskólanum veturinn 2017. Björk lék í verkefninu Sumarilmur þar sem farið var hringinn í kringum Ísland og landið auglýst með litlu sketsum, hún hefur einnig samið og leikið í sketsum fyrir Umhverfisstofnun.

Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir fer með hlutverk Tobbu.

Júlíana er menntuð leikkona og sviðshöfundur frá leiklistarskólanum Copenhagen International School of Performing Arts. Hún hefur verið virk í sviðslistum frá unga aldri og hefur tekið þátt í leiksýningum, kvikmyndaverkefnum og gjörningum bæði hérlendis og erlendis. Hún sýndi m.a. frumsamda gamanleikinn Humours í Frystiklefanum á Rifi, fór með burðarhlutverk í leiksýningunni Takk Fyrir Mig í Iðnó og lauk nýverið sýningum á leiksýningunni ,,A Mouthfull of Birds” á hátíðinni Copenhagen Stage. Júlíana er einnig listrænn stjórnandi og höfundur hjá sviðslistahópnum Flækju, sem ferðaðist nýlega með leiksýninguna ,,Það og Hvað" í kringum landið, við góðar undirtektir.

Silja Rós Ragnarsdóttir fer með hlutverk Laufeyjar.

Silja er leikkona, söngkona og lagahöfundur. Hún er útskrifuð leikkona frá American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles og hefur starfað að mestu leiti í Los Angleles síðan útskrift lauk. Hún hefur starfað sem leikkona m.a. í tveimur leikfélögum "Loft Ensemble" og "Creating Arts Company" í LA. Hennar helstu hlutverk eru "Þumalína" í samnefndum söngleik, "Lady Fidget" í leikritinu Country Wife og hún fer með hlutverk Söru í kvikmyndinni "Þrot" sem verður frumsýnd árið 2020.

Hverjir koma að gerð myndarinnar?
Björk, Júlíana og Silja Rós eru handritshöfundar myndarinnar. Þaulreynt tökulið mun sjá til þess að sagan verði að veruleika.

Hver leikstýrir myndinni?
Inga Óskarsdóttir er leikstjóri myndarinnar. Hún útskrifaðist frá handrita- og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands í desember 2017. Heimildastuttmyndin hennar Blóð, sviti og derby var valin til sýningar á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg árið 2016. Einnig vann útskriftarmyndin hennar Mamma veit verst verðlaun fyrir bestu útskriftarmyndina. Í janúar 2018 hóf Inga störf hjá framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan þar sem hún hefur síðan starfað sem textahöfundur, framleiðandi og leikstjóri. Þar hefur hún tekið að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni, bæði erlend og innlend.

Hvernig mun fjármagn þitt nýtast við gerð myndarinnar?
Í ferðakostnað, uppihald á meðan tökum stendur og leigu á tækjabúnaði.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,836

raised of €2,800 goal

0

days to go

30

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464