Markaðssetning og þróun á vörum úr kindakjöti og öðrum afurðum úr Breiðdalnum fagra undir nafni Breiðdalsbita. Tæki vantar til að hafa framleiðsluna í hagkvæmri stærð ásamt því að markaðssetning fyrirtækja úti á landi er dýrari en þeirra sem eru á Höfuðborgarsvæðinu.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,480

raised of €2,000 goal

0

days to go

49

Backers

124% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Guðný Harðardóttir

Creator
  • Farmer
  • sheepfarmer
  • Networker
  • organizer
  • enterprenaur
  • Food & Beverage

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Breiðdalsbiti

44%
  • Vöruþróun
  • Hönnun og framleiðsla á umbúðum
  • Prufuframleiðsla á frumgerð
  • Flutningur í eigið húsnæði
  • Standsetning á húsnæði
  • Uppsetning á nýrri framleiðslulínu
  • Framleiðsla á lokaafurð
  • Markaðssetning
  • Dreifing í verslanir

Further Information

Um Breiðdalsbita

Breiðdalsbiti varð til vegna þess að ungir sauðfjárbændur vildu auka arðsemi sauðfjárbúa sinna. Fyrstu vörur Breiðdalsbita litu dagsins ljós árið 2016. En þær voru framleiddar í eldhúsi Veiðihússins í sveitinni okkar. Um ræddi Fjallakæfu, hina gömlu góðu sem er þó með minni fitu og vel smyrjanleg. Jólakæfa leit dagsins ljós og út frá henni varð Lamba-beikonkæfa til. Ljóst var að einhver framleiðsla að alvöru gæti ekki farið fram í viðkomandi eldhúsi ásamt því að við höfðum ekki aðgengi að því frá maí og út sept. Sem setti stórt skarð í það hvenær vara okkar með 8 vikna stimpil væri fáanleg. Strax var því farið að ræða hvernig og hvar við gætum komið upp okkar eigin eldhúsi/vinnslu. Ofan á varð að taka á leigu rými og innrétta það og kaupa tæki. Sú vinna tók nærri því ár og reyndist hörgull á iðnaðarmönnum okkur mjög íþyngjandi á þessum tíma. Tók framkvæmdin því nærriheilt ár í stað 3-4 mánaða. Í lok nóvember 2018 fluttum við okkur loksins inn í alvöru iðnaðareldhús. Við náðum að koma Jólakæfu á jólamarkað og í gjafakörfur fyrir jólin. En uppsetning vinnslunar setti framleiðslu og markaðssetningu þvi miður á ís.
En þegar inn í nýja vinnslu var komið, létum við ekki deigan síga! Nú í byrjun árs kom fram Ærberjasnakk sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur sem við þurfum meira fjármagn til að framleiða í alvöru magni. Einnig eru fleiri vörur að líta dagsins ljós, líkt og Hreindýrapaté og Snakk súrt slátur. En ljóst er markaðssetning og afhending okkar vöru er dýrari en framleiðenda sem eru á Höfuðborgarsvæðinu.

Vörurnar okkar

Vörur okkar eru þróaðar út frá aldagömlum hefðum og blandast saman í vörunum nýjir og fornir tímar. Vörurnar eru heilnæmar og vistvænar og unnar á eins sjálfbærann hátt og kostur er. Kjötið kemur af okkar eigin búum og er kryddað með jurtum dalsins. Sauðfé okkar hefur fengið að vaxa og dafna við bestu skilyrði í Breiðdalnum þar sem að elstu fjöll landsins rísa úr sjó og fjölbreytt flóra fjallajurta vex og nærir lömbin allt sumarið.

Áheit og afhending

Afhending vara mun fara fram eftir sauðburð í júní og júlí, fyrir utan Jólakörfurnar sem verða afhentar í desember.
Í boði verður að senda vörurnar sem eru í boði en þá greiðir kaupandi sendingarkostnað. Því miður er ekki hægt að senda til útlanda þar sem það getur reynst vandamál í sumum löndum að fá pakkana útleysta þar sem um matvöru er að ræða.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,480

raised of €2,000 goal

0

days to go

49

Backers

124% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464