Ég keypti Mela í október 2016 eftir mikla hvatningu frá Jóni Kristjáni bróður mínum og Sigþóri sambýlismanni mínum. Markmið verkefninsins í heild er fyrst og fremst uppbygging á svæðinu og koma Melum í þannig horf að hægt verði að nýta það sem íbúð og til ferðaþjónustu.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€16,992

raised of €15,000 goal

0

days to go

123

Backers

113% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Melar gistiheimili Kópaskeri

66%
  • Allt rifið innan úr húsi
  • Hönnun og teikningar
  • Húsið gert fokhelt
  • Lagnir nýjar, ný rafmagnstafla, reistir stillansar, nýtt þak
  • Viðskiptaáætlun
  • Nýir gluggar
  • Útbúa stúdeoíbúð á neðstu hæð
  • Húsið slípað og múrað að utan
  • Heimasíða útbúin
  • Ganga frá utandyra og steypa í kring
  • Markaðssetning og skiltagerð
  • Mið og efsta hæð útbúin

Further Information

Melar er elsta núverandi íbúðarhús á Kópaskeri og því mjög mikilvægt fyrir staðinn að það sé vel gert upp. Á næstu mynd má sjá hvernig húsaröðin á bakkanum var um 1932. Í dag standa aðeins tvö af þessum húsum uppi. Það fyrsta var rifið, hús númer tvö brann, þriðja húsið er gamla sláturhúsið, nú kallað Sviðastöðin, það var byggt 1912 og stendur ennþá. Fjórða brann, það fimmta er Melar og það síðasta á myndinni var rifið.
Melar var byggt af hjónunum Jóni Árnasyni og Kristjönu Þorsteinsdóttur. Áratugum saman var rekin bókabúð á Melum sem allir íbúar nýttu sér mjög vel.

ENDURUPPBYGGING
Fljótlega á árinu 2017 var hafist handa við að rífa allt innan úr húsinu og viðbygging við húsið rifið.

Síðan var mokað í kringum húsið og lagðar nýjar lagnir innan og utandyra

Lögð var ný rafmagnstafla, reistir voru stillansar og síðan var ráðist í að skipta um þak.

Á meðan á þessum framkvæmdum stóð lauk eigandi 15. vikna námskeiði hjá Nýsköpunarmiðstöð Norðurlands þar sem fullmótuð viðskiptaáætlun var hönnuð.
Síðan var hafist handa við að pússa, mála og glerja nýsmíðaða glugga. Búið er að setja alla glugga í á neðstu hæð og verið er að undirbúa næstu hæðir. Það er gert með því að taka gluggana úr og múra vel og vandlega til að loka inn í reiðinginn.

Fyrsta uppbygging innandyra var síðan að hanna studeoíbúð á neðstu hæð. Sú vinna gengur nokkuð vel og er stefnt að því að hægt sé að gista þar vor 2019. Það er búið að saga nýtt hurðargat og loka öðru, setja nýja útihurð og aðra svalahurð, pússa veggi og einangra loft. Setja upp rafmagnstöflu og hitaveitugrind. Smíða millivegg og koma fyrir salerni, vask og sturtu. Eldhúsinnrétting er langt komin og búið að flota eina umferð en undir því eru hitalagnir.

LOKAORÐ

Í vor kemur múrari frá Húsavík, Sigursveinn Hreinsson og þá verða allir gluggar settir í og húsið múrað að utan.

En þó margt sé búið þá er líka ýmislegt eftir. Það þarf að útbúa heimasíðu, klára frágang utandyra og steypa kringum húsið. Það á eftir að markaðssetja og setja upp merkingar. Síðan þarf að innrétta mið og efstu hæðirnar.
MEÐ SAMEIGINLEGU ÁTAKI OG MEÐ ÞÍNUM/YKKAR STUÐNINGI verður hægt að setja góðan gang í verkið. HJÁLPAÐU til með að fjármagna verkið og þá styttist í að þú/þið getir komið og notið góðs með því að gista í húsinu og notið þess sem Kópasker og nágrenni hefur upp á að bjóða.
Stefnt er að því að hægt verði að bjóða gistingu vor 2020.

Verið dugleg að fylgjast með á like-fésbókarsíðu minni Melar
https://www.facebook.com/kopasker.is/


AÐEINS UM BAKKABÖÐIN

Á lóðinni við hliðina á Melum stóð íbúðarhúsið Bakki. Bakki var fyrsta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri árið 1912 en það brann um áramótin 1987-88. Á þessari lóð, sem nú tilheyrir Melum, voru settir tveir pottar sumarið 2018 og er fyrirhugað að reisa þar baðhús á næstunni. Þessi aðstaða sem einning er samofin gistihúsinu heitir Bakkaböðin.

Með Bakkaböðunum er markmið verkefnisins að útbúa sérstöðu á Kópaskeri með því að setja heitu pottana í bakkann niður við fjöru og nýta þannig þá vatnsorku sem er á svæðinu. Áhersla er lögð á upplifunarferðamennsku fyrir ferðafólk, heimamenn og brottflutta. Frá pottunum mun liggja stígur niður í sandfjöruna sem er ein af perlum staðarins. Þar er aðgrunnt og skjól við bryggju og varnargarð á staðnum og upplagt til sjósunds. Markmiðið er að skapa afþreyingu í þorpinu sem ekki er til staðar. Bakkaböðin verða því skemmtileg afþreying fyrir alla.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€16,992

raised of €15,000 goal

0

days to go

123

Backers

113% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464