Þessi bók á að baki langt ferðalag en er nú loks komin á leiðarenda eftir margra ára vinnu. Ljósmyndir­nar voru teknar á göngu upp á Hvanna­dalshnúk vorið 2012. Aðeins verða 500 eintök af bókinni gefin út.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€7,509

raised of €7,000 goal

0

days to go

174

Backers

107% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hnúkurinn - Ljósmyndabók

100%
  • Handrit
  • Myndir
  • Texti
  • Hönnun
  • Umbrot
  • Prentun
  • Dreifing
  • Útgáfa!

Further Information

Hugmynd af bókinni

Upphaf að hugmynd þessa verkefnis er mikill áhugi fyrir ljósmyndun og fjallamennsku. Ég, Díana var í ljósmyndanámi árið 2012 og var að láta drauma mína rætast að fara í nám til að taka betri ljósmyndir. Ég hafði fleiri drauma en að ljósmynda, það var að ganga á fjöll. Að vinna að þessu saman er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Veturinn 2012 fór ég í Ferðafélag Íslands og skráði mig í 52 Fjöll, þ.e.a.s. eitt fjall á viku. Hátindur þessarra fjalla sem ég gekk var Hvannadalshnúkur, ekki eingöngu fyrir fjallgöngu heldur að ljósmynda þessa gríðarlegu fegurð sem var í kringum mig. Ferðin hófst klukkan fjögur að morgni og lauk klukkan átta sama kvöld. Ganga á Hvannadalshnúk, hæsta fjall Íslands er 25 kílómetra löng. Það er lengsta dagleið í evrópskum óbyggðaferðum. Nálægðin við jökulinn, veðrið og fólkið var einstakt. Þegar ferðinni lauk þá breyttist eitthvað innra með mér sem er alveg ólýsanleg tilfinning. Ég tók mikið af myndum í erfiðum aðstæðum og var ég með athygli að reyna að taka rétta ramman allan tíman.

Eftir ferðina þá gerði ég mér fljótt grein fyrir að ég var með eitthvað í höndunum sem engum öðrum hefur tekist við að mynda Hnúkinn. Ljósmyndirnar fengu góðar viðtökur, þrjár ljósmyndir af Hnúknum voru valdar að sýna á Ljósmyndasafni Reykjavíkur Samtímalandslagið árið 2013 þar sem ungir efnilegir Landslags Samtímaljósmyndarar voru valdir að sýna saman, þetta eru myndirnar úr seríunni Lífið, Fortíð, Nútíð og Framtíð. Fjórða myndin sem heitir Engillinn fékk alþjóðlega verðlaun í San Fransisco árið 2014 og var þar til sýnis. Árið 2017 fékk ég önnur alþjóðleg verðlaun Julia Margaret Cameron Award fyrir seríuna Lífið þar sem fjórar myndir af Hnúknum eru saman. Þær voru sýndar í Gallery Valid Fotoí Barcelona árið 2017 og haustið 2018 voru myndir af Hnúknum sýndar á Ljósmyndahátið í Barcelona, Barcelona Foto Biennal.

Hugmyndin af bókinni kom fljótlega eftir athygli myndanna og vegna fjölda áskoranna frá vinum og kunningjum.

Ljósmyndirnar eru ljóðrænar, stílhreinar og segja okkur sögu. Ég hugsaði lengi að hafa eingöngu ljósmyndir mínar í bókinni, það breyttist fljótt þegar ég hugsaði til Sigmundar Ernis sem var einnig með mér í þessari Hnúkaferð og ég vissi að hann hafi skrifað bæði ljóð og bækur. Mig langaði að bókin myndi höfða til fleiri hópa og að fleiri fengu að njóta hennar. Sigmundur Ernir tók vel í að vera með mér í þessu ævintýri, minningin frá þessari ferð er líka ógleymanleg fyrir okkur bæði. Hann fór að skrifa útfrá sinni upplifun með ljósmyndirnar í huga. Textin hans er dásamlegur, er í myndrænum og ljóðrænum stíl og er í sterkum tengslum við myndirnar mínar. Þarna sá ég að núna verður ekki aftur snúið og að bókin mun verða til einn daginn. Núna eru liðin fimm ár og bókin er að koma út með ykkar hjálp.

https://www.thegalaawards.com/gallery-5-10th-jmca

dianajuliusdottir.com

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€7,509

raised of €7,000 goal

0

days to go

174

Backers

107% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464