Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, heiðra aldarminningu Jórunnar Viðar, tónskálds og píanóleikara, með útgáfu geisladisks með sönglögum og þjóðlagaútsetningum eftir hana.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€6,851

raised of €6,500 goal

0

days to go

83

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Erla Dóra Vogler

Söngvari
söngkona og jarðfræðingur

Eva Þyri Hilmarsdóttir

Píanóleikari
  • Classical Pianist

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Söngvar Jórunnar Viðar

100%
  • Styrkumsóknir vegna CD útgáfu og tónleika
  • Farið yfir söngverk Jórunnar og nótur hreinritaðar í óútgefnum verkum
  • Lög valin
  • Æfingar
  • Tónleikar í Berlín 18. mars
  • Tónleikar í tónleikaröð KÍTÓN, Iðnó 29. apríl og Hofi 6. maí
  • Markaðssetning
  • Upptökustjóri ráðinn og upptökusalur bókaður
  • Upptökur
  • Hönnun plötuumslags í höndum Álfheiðar Erlu Guðmundsdóttur
  • Framleiðsla CD hjá Myndbandavinnslunni
  • Útgáfa
  • Tónleikar Í Tónlistarmiðstöð Austurlands í haust
  • CD kynning
  • Útgáfutónleikar í Hannesarholti 7. desember 2018

Further Information

Sumarið 2015 héldu Erla Dóra og Eva Þyri vel heppnaða tónleika með verkum Jórunnar Viðar í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar þar sem fullt var út úr dyrum. Jórunn var viðstödd tónleikana ásamt dóttur sinni, Lovísu og lýsti yfir mikilli ánægju með túlkun þeirra og flutning. Mikil samskipti voru milli flytjenda og þeirra mæðgna, Jórunnar og Lovísu, og komu þær einnig á æfingar fyrir tónleikana. Þessir tónleikar voru þeir síðustu sem Jórunn sótti.

Í nokkur ár hafði staðið til að þær Eva Þyri og Erla Dóra hljóðrituðu hluta sönglaga Jórunnar og þótti við hæfi að loks yrði af því á 100 ára afmæli hennar. Því miður lést Jórunn Viðar á síðastliðnu ári, en allt fram í andlátið var tónlistin líf hennar og yndi. Erla Dóra og Eva Þyri hlutu 500 þúsund króna styrk úr Menningarsjóði Landsbankans til útgáfu geisladisksins, en vonast er eftir að ná að fullfjármagna verkefnið með ykkar hjálp.
Hljóðrituð verða bæði sönglög og þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni Viðar, en nokkur laganna heyrast mjög sjaldan og/eða hafa aldrei verið hljóðrituð og tvö þeirra er svo að segja verið að endurlífga – Únglínginn í skóginum II og lagið Ung stúlka. Þá hafa nokkur laganna verið löguð að alt rödd, lækkuð úr sópranlegu, og önnur hafa hingað til einungis verið flutt af karlrödd, þótt textinn sé ekki kynbundinn. Upptökur fara fram í lok maí og byrjun júní í Hannesarholti.

Útgáfutónleikar geisladisksins verða haldnir í Reykjavík á 100 ára afmælisdegi Jórunnar þann 7. desember 2018 í Hannesarholti og auka útgáfutónleikar 8. desember á sama stað. Sætaframboð á báða tónleikana er takmarkað.

Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, munu auk þess halda upp á aldarafmæli Jórunnar með fjölda tónleika innan landsteinanna sem utan. Hægt er að fylgjast með næstu tónleikum á fésbókarsíðu verkefnisins:
https://www.facebook.com/JorunnVidar100cd/

Tónskáldið - Jórunn Viðar

Jórunn Viðar (1918-2017) lærði píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Hochschule für Musik í Berlín, og nam tónsmíðar við Juilliard School of Music. Síðar dvaldi hún um skeið í Vínarborg við framhaldsnám í píanóleik. Jórunn var mikill frumkvöðull á tónsmíðasviðinu, auk þess að vera mikils metin sem píanóleikari. Hún var fyrsta íslenska konan með próf í tónsmíðum og eina konan í Tónskáldafélagi Íslands í um tvo áratugi. Hún var fyrst Íslendinga til að semja kvikmyndatónlist, samdi fyrsta íslenska ballettinn og fyrsta píanókonsertinn í fullri lengd. Síðast en ekki síst hefur Jórunn samið fjölda kammerverka, kórverka og ótal sönglög sem mörg hver eru afar vinsæl meðal þjóðarinnar.

Flytjendur - Erla Dóra og Eva Þyri

Erla Dóra Vogler, mezzósópran, lærði söng hjá Keith Reed í Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs og Þórunni Guðmundsdóttur í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún var í framhaldsnámi við óperudeild Tónlistarháskóla Vínarborgar á árunum 2007-2009 og ljóða- og óratoríudeild skólans á árunum 2009-2011. Erla hefur komið víða fram sem klassísk söngkona, í óratoríum, óperum og á ýmsum tónleikum hér heima og erlendis, sem og dægurlagasöngkona, t.d. með hljómsveitinni sinni Dægurlagadraumum. Erla gaf út klassíska geisladiskinn Víravirki – Íslensk söngljóð árið 2010 ásamt píanóleikaranum Doris Lindner.

Hér að neðan má hlusta á upptöku með Erlu Dóru Vogler og píanóleikaranum Doris Lindner af geisladisknum Víravirki – Íslensk söngljóð, sem kom út árið 2010.

Eva Þyri Hilmarsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, Danmörku, og The Royal Academy of Music í London, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpender Piano Prize fyrir framúrskarandi lokatónleika. Helstu kennarar hennar voru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, John Damgård og Michael Dussek.
Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem einleikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka, m.a. á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín og Young Composers Symposium í London. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt mikla áherslu á flutning ljóðasöngs og kammertónlistar.

Upptökur með leik Evu Þyri má finna á youtube-rás hennar:

https://www.youtube.com/playlist?list=PLN6ilvTOTbcekK8IbD4UT1eMb0-mbCWGt

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€6,851

raised of €6,500 goal

0

days to go

83

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464