Um er að ræða nýja þýðingu á bók sem kom áður út í styttri mynd undir nafninu Anna í Grænuhlíð giftist. Síðustu ár höfum við verið að gefa út nýjar þýðingar á þessum ástsælu bókum og eru fyrstu fjórar komnar út. Við sækjumst eftir stuðningi til að standa straum af prentkostnaði.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,704

raised of €3,500 goal

0

days to go

79

Backers

106% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Draumahús Önnu

100%
  • Kápuhönnun
  • Þýðing
  • Prófarkarlestur
  • Umbrot
  • Prentun
  • Útgáfa

Further Information

Þýðingu og útgáfu bókanna um Önnu í Grænuhlíð hefur verið sinnt af ástríðu frekar en hagkvæmissjónarmiðum. Okkur þykir vænt um þennan bókaflokk og viljum gera vel við lesendahópinn sem hefur fylgt útgáfunni. Við sækjumst því eftir aðstoð við að standa straum af prentkostnaði svo hægt sé að tryggja áframhaldandi útgáfu.

Áætlað er að bókin komi út 5. desember og verð hennar úti í búð verður 4490 kr.

***

Anna í Grænuhlíð hafði alltaf verið ein af uppáhaldsbókaseríum Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur og henni fannst hún hafa himin höndum tekið þegar hún uppgötvaði að bækurnar sem hin kanadíska Lucy Maud Montgomery skrifaði um Önnu Shirley voru ekki aðeins þær fjórar sem þýddar voru á íslensku á árunum 1933 til 1945, heldur átta talsins. Það kom henni ekki síður á óvart að uppgötva að íslenska þýðingin sem hún hafði lesið var að mörgu leyti frábrugðin hinum upprunalega texta bókanna; bæði stytt og breytt, eins og tíðkaðist mjög við þýðingar á barnabókum á þessum tíma. Sú hugmynd fæddist að þýða bókaflokkinn aftur; nú í heild sinni, óstyttan og óbreyttan.

Árið 2012 varð sá draumur að veruleika, eftir að Sigríður Lára hafði samband við okkur á Ástríki og spurði hvort við vildum ekki bæta þessari bókaútgáfu við útgáfu okkar á menningartímaritinu Spássíunni. Okkur fannst það sannarlega verðugt verkefni og ánægjulegt að íslenskir lesendur, sem alla tíð hafa tekið Önnu í Grænuhlíð opnum örmum, gætu uppgötvað með okkur nýjar víddir á þessu verki – og uppgötvanirnar reyndust sannarlega margar eftir því sem við þýðum fleiri bækur og kynnumst sögunni betur.

Ekki er nóg með að verkið hafi verið stytt og söguþráðurinn stundum einfaldaður í upprunalegri þýðingu Axels Guðmundssonar heldur missir verkið við það mikið af upprunalegu bókmenntalegu gildi og aðdráttarafli fyrir fullorðna lesendur. Frumtextinn er stútfullur af tilvitnunum og vísunum í bókmenntir og aðra menningu sögutímans, en fyrsta bókin á að gerast á Prins Eðvarðs-eyju í Kanada, heimaslóðum höfundarins, líklega árið 1876, og aðrar á næstu áratugum þar sem farið er mishratt yfir sögu. Sem bókmenntafræðingar höfum við litið á það sem skemmtilegt verkefni að eltast við slíkar tilvísanir, finna út í hvað er verið að vísa og benda lesendum á það í neðanmálsgreinum. Það undirstrikar ekki aðeins bókmenntalegan metnað höfundarins heldur gefur sögupersónunni Önnu Shirley, meiri dýpt; þessari draumlyndu, bókhneigðu stúlku sem þyrstir bæði í menntun og hið skáldlega í heiminum. Að auki kom fljótlega í ljós femínískur vinkill á þessu verkefni; fyrsta íslenska útgáfan á Önnu í Grænuhlíð einkennist af hefðbundinni áherslu stúlknabókmennta þeirra tíma á trúlofun og giftingu söguhetjunnar, þannig að titlum bókanna var breytt – Anne of Avonlea varð Anna trúlofast og Anne‘s House of Dreams varð Anna í Grænuhlíð giftist – og þar með lauk íslensku þýðingunni, söguhetjan var jú komin í örugga höfn. Í nýju þýðingunni kemst hins vegar áhersla höfundarins á kvennasamfélög og margbreytilegan kvenlegan reynsluheim betur til skila. Nú fá upprunalegu titlarnir að halda sér og sögunni lýkur alls ekki með giftingu, heldur er Önnu og börnum hennar fylgt eftir í nokkra áratugi í viðbót.

Það verkefni að þýða allan bókaflokkinn um Önnu í Grænuhlíð er þegar hálfnað, fjórar bækur hafa komið út í nýrri þýðingu Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur, þar af ein sem aldrei hefur komið út áður á íslensku: Anna í Asparblæ. Við gefum bækurnar út í þeirri röð sem þær eiga að gerast, ekki í þeirri röð sem þær voru skrifaðar, og því verður fimmta bókin, sem kemur út nú árið 2017, Draumahús Önnu (sem í fyrri þýðingu var Anna í Grænuhlíð giftist). Sú bók hefst á því að Anna Shirley og Gilbert Blythe giftast loks, eftir langt og stormasamt tilhugalíf og langa en kyrrlátari trúlofun, og hreiðra um sig í litlu húsi nálægt smábænum Maríuvogi á Prins Eðvarðs-eyju. Þar eignast þau sín fyrstu börn og kynnast nýju og áhugaverðu fólki, upplifa gleðistundir en einnig mikla sorg.

Þær bækur sem komnar eru út um Önnu í Grænuhlíð eru:

Anna í Grænuhlíð (2012)
Anna í Avonlea (2013)
Anna frá eynni (2014)
Anna í Asparblæ (2015)

Væntanleg:
Draumahús Önnu (2017)

Heimsókn útgefanda á slóðir Önnu í Grænuhlíð

Í júní 2016 var okkur útgefendunum, Ástu og Auði, ásamt þýðandanum, Siggu Láru, boðið á ráðstefnu um verk L.M. Montgomery. Ráðstefnan var haldin í Charlottetown á Eyju Prins Játvarðs (Prince Edward Island) í Kanada en á þeirri eyju gerast bækurnar um Önnu í Grænuhlíð. Við fluttum allar erindi á ráðstefnunni og fórum síðasta daginn á söguslóðir skáldkonunnar.

Ásta og Auður við fæðingarstað L.M. Montgomery.

Auður við húsið sem varð Lucy Maud innblástur fyrir Grænuhlíð. Þarna er heljarinnar túristasvæði.

Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan stað sem fyrirmynd Grænuhlíðar.

Inni í húsinu hafa herbergin verið útbúin fyrir aðalpersónurnar úr bókunum. Þetta er herbergi Önnu.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,704

raised of €3,500 goal

0

days to go

79

Backers

106% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464