Lilja Katrín Gunnarsdóttir er konan á bak við bökunarbloggið Blaka sem fæddist snemma í júní árið 2015 - nokkrum dögum áður en Lilja fæddi sitt annað barn. Nú er komið að því að gefa út Bökunarbók Blaka með ljúffengum uppskriftum og frábærum ráðum um hitt og þetta er viðkemur bakstri.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,710

raised of €4,500 goal

0

days to go

146

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Creator
www.blaka.is
  • Copy Writer

Further Information

Hæ allir - ég heiti Lilja Katrín og er stofnandi bökunarbloggsins Blaka. Ég var búin að ganga með það lengi í maganum að stofna bökunarblogg því ég gjörsamlega elska að baka. Ég í rauninni lít á það sem hugleiðslu því ég næ að slaka svo rosalega vel á í eldhúsinu og finnst fátt skemmtilegra en að gera tilraunir með misgóðum árangri.

Svo í byrjun júní árið 2015 opnaði ég og maðurinn minn, vefhönnuðurinn Guðmundur Ragnar Einarsson, bökunarbloggið Blaka. Síðan fékk strax rosalega góðar viðtökur og nú, ári síðar, eru heimsóknir farnar að nálgast 200.000. Í hverri viku skoða um það bil 3000-5000 manns síðuna en vinsælustu uppskriftinni, að Snickers-eplaköku, hefur verið deilt um 5000 sinnum. Ég verð nánast klökk þegar ég skrifa þetta því viðtökurnar við Blaka hafa verið framar björtustu vonum!

Bökunarmaraþon Blaka

En mér fannst ekki alveg nóg að bara baka fullt af gúmmulaði, henda uppskriftum inn á netið og vona að einhver deildi áfram, líkaði við og jafnvel prófaði uppskriftina sjálfur. Mig langaði að gera eitthvað meira með Blaka. Athuga hvort bakstur gæti kannski breytt heiminum.

Þannig að ég fékk þá flugu í höfuðið að baka í 24 tíma á heimili mínu í Kópavogi - haldaBökunarmaraþon Blaka. Á þessum sólahring myndi ég bjóða hverjum sem er í kaffi og kökur og vona að í staðinn myndu gestir styrkja Kraft, félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, í sérstaka styrktarbauka.

Kvöldið áður en ég opnaði dyrnar að heimili mínu sagði ég í gamni við manninn minn að ég yrði sjúklega ánægð ef 100.000 krónur myndi safnast. Mér fannst það fjarlægur draumur en ég hélt auðvitað að húsið yrði hálftómt allan sólarhringinn og að einungis vinir og ættingjar myndu mæta. Það var ekki raunin. Viðtökurnar voru svo svakalega góðar að húsið mitt var troðið fyrstu sjö tímana af maraþoninu, um nóttina komu einn og einn í heimsókn og aftur næsta morgun var stöðugur gestagangur. Undir lok þessara 24 tíma, þegar ég var orðin rangeygð og titrandi af þreytu, kom svo mjög skemmtilegur og óvæntur gestur. Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ég brast í grát, svo brast hann í grát og svo heppilega vildi til að ljósmyndari frá Fréttablaðinu var akkúrat á staðnum til að mynda grátkórinn sem svo endaði á forsíðu Fréttablaðsins. Síðan þá hef ég gengið undir nafninu: Konan sem grætti forsetann.

Hjálpið mér að láta drauminn rætast

Í þessu bökunarmaraþoni safnaði ég rúmri hálfri milljón fyrir Kraft og er endalaust þakklát fyrir að svona mikil umræða hafi skapast um Kraft og að ég hafi náð að beina athygli að félaginu.

Nú langar mig að láta annan draum rætast. Mig langar að gefa út bók með vel völdum uppskriftum og góðum ráðum úr eldhúsinu. Hvað er til dæmis 1 bolli af hveiti nákvæmlega mikið? Af hverju þurfa hráefni að vera við stofuhita? Hvers vegna klikkar marengsinn alltaf?

Þessum spurningum og fleirum mun ég svara inn á milli þess sem ég býð upp á sykursætar kolvetnasyndir.

Ég er búin að eyða tíma og aur í efni og hönnun en vantar nú aðeins meiri aur til að prenta bókina. Ég væri ævinlega þakklát ef þið gætuð lagt mér lið og leyft þessum draumi mínum að rætast.

Kær súkkulaðikveðja,

Lilja Katrín

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,710

raised of €4,500 goal

0

days to go

146

Backers

105% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464