„Hann kallar á mig“ er mín fyrsta skáldsaga. Handrit að sögunni er tilbúið, sagan er í prófarkalestri og mun koma út fyrir jólin 2015. Með því að skrifa skáldsögu er ég að upplifa drauminn minn. Ég vildi leita til Karolina Fund til að hrinda verkefninu fram af brúninni.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,771

raised of €3,300 goal.

0

days to go.

114% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Guðrún Sæmundsen

Creator
Höfundur skáldsagnanna: Hann kallar á mig (2015) og Andstæður (2018). Hann kallar á mig var tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2021, Storytel Awards. Nú safna ég fyrir útgáfu nýjustu bókarinnar minnar, sálfræðitryllinum RÓSA.
 • novel
 • books
 • Google Analytics
 • International marketing

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hugmyndavinna

100%
 • Hugmynd að sögu
 • Persónusköpun
 • Heimildavinna
 • Mótun tímaramma í sögu

Skrif

100%
 • Handrit
 • Prófarkarlestur

Útgáfa

100%
 • Umbrot
 • Hönnun kápu
 • Frágangur
 • Prentun
 • Dreifing
 • Markaðssetning / kynning
 • Afhending verðlauna
 • Boð í útgáfuteiti

Further Information

Ég er að safna framlögum fyrir verkefnið mitt, skáldsöguna: „Hann kallar á mig.“
Þetta er mín fyrsta skáldsaga, samtíma saga sem fjallar um fíkn og ofbeldi, vináttu og svik. Bókin leiðir lesandann í tilfinningalegt ferðalag, þar sem sagðar eru tvær ólíkar sögur þeirra Heru og Berglindar (Beggu).
Þær eru jafngamlar og báðar takast þær á við fíknivandann og lífið. Tíminn í sögu Heru spannar tíu mánuði, árin 2010-2011, þegar hún er 28 og 29 ára gömul. Stærsti þátttakandi í lífi Heru er Silla, besta vinkona hennar, sem gefur sögunni skemmtilegan blæ.
Saga Beggu nær allt aftur til níu ára aldurs. Farið er yfir áhrifamikil tímaskeið í lífi hennar, hvernig fíknin hefur vald á henni og áhrifin sem það hefur á lífsgöngu hennar.

Ég leita að aðstoð hjá ykkur til að hrinda verkefninu úr vör. Skriftirnar taka tíma og þessi tími hefur kostað sitt. Það er á áætlun að gefa út bókina fyrir jólin 2015. Það sem er eftir er prentun, útgáfa, kynningar og útgáfuteiti.
Glaðningur er í boði fyrir þá sem taka það að sér að styrkja þetta verkefni.

Hér er brot úr einum kafla bókarinnar:

Þetta kvöld vorum við bæði undir áhrifum og byrjuðum að rífast um hluti sem skiptu engu máli. Það endaði með ásökunum á báða bóga og síðan höggi beint í andlitið. Eyþór rauk á dyr eftir ósköpin og skildi mig eftir eina í íbúðinni.

„Doddi, hvar ertu?“
Doddi sagðist hafa verið á gítaræfingu og var á leiðinni heim til sín.
„Ég þarf svo að tala við þig, það kom svolítið upp á.“
Hann spurði mig hvað væri að. Ég hikaði aðeins áður en ég sagði honum að Eyþór hefði lamið mig. Það varð þögn á hinni línunni.
„Doddi? Heyrðirðu hvað ég sagði?“
Ekkert svar.
„Doddi, segðu eitthvað!“ Örvæntingin leyndi sér ekki í rödd minni.
„Begga...hvað viltu að ég segi?“
Það varð aftur þögn í símanum.
„Djöfulsins aumingi er maðurinn!“ sagði Doddi svo með hárri röddu. Hann þoldi ekki Eyþór því hann þoldi ekki að farið væri illa með mig.
„Geturðu komið til mín?“
Doddi svaraði því játandi.

Ég beið með óþreyju eftir honum, reykti hverja sígarettuna á fætur annarri á meðan ég spígsporaði um íbúðina. Ég hélt það væri að líða yfir mig þegar hann loksins hringdi dyrabjöllunni. Megn hasslykt tók á móti mér þegar ég opnaði útidyrahurðina.

„Hvað er að sjá þig?!“ Doddi var bæði svekktur og reiður.
„Æji...þetta bara...“ Ég kom ekki upp orði.

Doddi hikaði við að koma inn og stóð í dyragættinni. Hárið hafði heldur betur síkkað frá því ég sá hann fyrst, slitin náðu niður á bak. Hann var með gítartöskuna á öxlinni og hendur í vösum. Ég bað hann að koma inn og lokaði hurðinni á eftir honum. Doddi kom nær mér, lagði gítarinn frá sér og faðmaði mig þétt að sér. Ég var grátbólgin og aum að innan sem utan.

Þétt faðmlag hans og væntumþykja kom táraflóðinu aftur af stað. Ég elskaði Dodda meira en allt annað.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,771

raised of €3,300 goal.

0

days to go.

114% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464