Samtökin Djörfung vilja stuðla að því að styrkja sjálfsmynd og heilbrigða hugsun ungmenna á aldrinum 10-13 ára. Við viljum koma á fót námskeiði þar sem unnið er að þeim markmiðum. Við erum hópur vel menntaðs og metnaðargjarns fólks og munum taka að okkur að semja námsefni og kenna á námskeiðinu.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,389

raised of €2,000 goal

0

days to go

123

Backers

119% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Sandra Hrafnhildur

Creator
  • stofnandi Djörfungar.
  • Stofnandi Vonarnistis.

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Djörfung

100%
  • Undirbúa námsefni
  • Undirbúa námskeið
  • Búa til námsefni
  • Búa til bækling
  • Búa til nýtt og flott logo
  • Búa til heimasíðu
  • Afhenda verðlaun

Further Information

Hér eru Djörfungarnir, frá vinstri: Sólveig Ingólfsdóttir (er með BA gráðu í félagsráðgjöf og er í mastersnámi í alþjóðaviðskiptum), Jenný Lára Arnórsdóttir (er með grunnháskólagráður í leiklist og leikstjórn), Sirrý Sif Sigurlaugardóttir (er með MA gráðu í félagsráðgjöf) og Sandra Hrafnhildur Harðardóttir sem er stofnandi Djörfungar (ég mun ljúka BA gráðu í mannfræði við HÍ í febrúar 2016 og er með grunn í sálfræði frá HA, einnig er ég stofnandi Vonarnistis sem var góðgerðarframtak sem ég stóð fyrir og fólst í því að hanna og selja hálsmen. Allur ágóði sölunnar rann svo til hina ýmsu góðgerðarsamtaka. Safnaði 375.000 krónum með framtakinu).

Ég heiti Gauti Skúlason og er nemi í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafærði) við Háskólann á Bifröst. Ég er Djörfungur vegna þess að styrking sjálfsmyndar og heilbrigðar hugsunar meðal ungmenna stuðlar að auknum lífsgæðum fyrir samfélagið í heild sinni. Við sköpum samfélag þar sem einstaklingurinn fær að blómstra á eigin forsendum með hliðsjón af því að aðrir einstaklingar fái að gera slíkt hið sama. Verum djörf og gerumst Djörfungar.

Þetta eru Djörfungarnir Sandra Sif Sæmundardóttir (er með B.Sc í sálfræði og master í afbrotafræði) og Tinna Björk Guðmundsdóttir (er með B.Sc í sálfræði og er að klára mastersnám í kennslufræðum).

Hljómsveitin Amabadama er verndari samtakanna. Okkur þykir þau vera frábærar fyrirmyndir fyrir ungmenni og erum við gríðarlega hamingjusöm með samstarfið.

Við í samtökunum Djörfung viljum stuðla að því að styrkja sjálfsmynd og heilbrigða hugsun ungmenna. Við viljum: byggja upp sjálfstraust, fjalla um líkamsvirðingu, hvað það er að virða mörk annarra, fjalla um samhygð og samkennd, finna styrkleika hvers og eins og vinna með þá auk þess að fræða um einelti; hvað það er og skaðann sem því fylgir. Við viljum koma á fót námskeiði þar sem farið verður yfir þessa þætti. Í okkar hópi er vel menntað og metnaðargjarnt fólk og munum við taka að okkur að semja námsefni og kenna á námskeiðinu. Við viljum safna fyrir kostnaði við að búa til námsefni. Það er mikilvægasta skrefið í því að námskeið Djörfungar og markmið verði að veruleika. Okkur þætti gríðarlega vænt um ef þið vilduð hjálpa okkur að ná settu markmiði.

Meðlimir Djörfungar eru:

Aðalheiður Jensen. Hún er leikskólakennari, jógakennari og er á leið á núvitundarnámskeið í ágúst 2015.

Aldey Traustadóttir. Hún er með B.Sc í hjúkrunarfræði.

Berglind Silja Aradóttir. Hún klárar tölvunarfræði í júní 2015.

Eygló Árnadóttir. Hún er með MA gráðu í kynjafræði og í ritstjórn.

Gauti Skúlason. Hann er í BA námi í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði.

Jenný Lára Arnórsdóttir. Hún er með grunnháskólagráður í leiklist og leikstjórn.

Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir. Hún er íslenskufræðingur með meistarapróf í kennslufræðum (réttindi fyrir grunn- og framhaldsskóla).

Tinna Björk Guðmundsdóttir. Hún er með B.Sc í sálfræði og er að klára mastersnám í kennslufræðum.

Sandra Hrafnhildur Harðardóttir (stofnandi). Hún lýkur BA gráðu í mannfræði við HÍ í febrúar 2016 og er með grunn í sálfræði frá HA.

Sandra Rut Skúladóttir. Hún er með MA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á lífsleikni, sjálfsmyndir og farsæld.

Sandra Sif Sæmundsdóttir. Hún er með B.Sc í sálfræði og master í afbrotafræði.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir. Hún er klínískur sálfræðingur.

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir. Hún er með MA gráðu í félagsráðgjöf.

Sólveig Ingólfsdóttir. Hún er með BA gráðu í félagsráðgjöf og er í mastersnámi í alþjóðaviðskiptum.

Uppbygging fyrirhugaðs námskeiðs:

Yfirmarkmið:

* Að byggja upp sjálfstraust

* Að efla sjálfsmynd

* Að vinna með styrkleika

* Að fræða um einelti (þar á meðal neteinelti)

* Að fræða um líkamsvirðingu og hversu mikilvægt það er að virða mörk annarra.

* Að fræða um samhygð og samkennd

* Að halda verkstofur

* Mikil áhersla er lögð á að hafa námskeiðið einstaklingsmiðað og rækta styrkleika hvers og eins.

* Mikil áhersla er lögð á að tala og koma fram við ungmennin á jafningjagrundvelli.

Upplýsingar um námskeiðið:

-> Lengd hvers námskeiðs er 2 vikur.

-> Í fyrri vikunni fer fram uppbyggingarstarf og fræðsla um líkamvirðingu og einelti.

-> Í seinni vikunni verða litlar verkstofur þar sem unnið er með styrkleika hvers og eins.

-> Hverju námskeiði lýkur með sýningu fyrir foreldra síðasta daginn.

-> Námskeiðin eru ætluð ungmennum á aldrinum ca. 10-13 ára.

-> Áætlaður fjöldi á hverju námskeiði er ca. 15.

Fyrri hluti námskeiðs:

-> Að byggja upp sjálfstraust

-> Að efla sjálfsmynd

-> Að vinna með styrkleika

-> Að fræða um einelti

-> Að fræða um líkamsvirðingu

Seinni hluti námskeiðs:

-> Að vinna áfram með styrkleika hvers og eins

-> Leiklistarverkstofa

-> Tónlistarverkstofa

-> Tölvuverkstofa

-> Jóga- og núvitundarverkstofa

-> Hönnunarverkstofa

Námskeiðin munu fara fram annaðhvort í samstarfi við grunnskólana, önnur félög/samtök eða í leiguhúsnæði. Þau mál munu skýrast þegar rætt hefur verið við væntanlega samstarfsaðila.

Kíktu endilega á síðuna okkar á Facebook

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,389

raised of €2,000 goal

0

days to go

123

Backers

119% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464