Í bókinni birtast frásagnir tuga kvenna af fóstureyðingum, settar í samhengi við félagslegar og pólitískar stefnur og strauma. Til að tryggja að bókin standi undir sér og til að stilla kostnaði í hóf bjóðum við hana í forsölu, auk þess sem hægt er að styrkja útgáfuna.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,561

raised of €4,000 goal

0

days to go

134

Backers

114% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Silja Bara Omarsdottir

Creator
Alþjóðastjórnmálafræðingur
 • Academic
 • Political Science
 • International Relations
 • Feminist Research
 • Negotiations
 • Reproductive Rights

Steinunn Rögnvaldsdóttir

Creator
Félags- og kynjafræðingur
 • Feminist Research
 • Labor market research
 • HR consulting
 • Gender studies
 • Sociology

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Rof

100%
 • Sögum safnað
 • Efni greint og handrit unnið
 • Handrit sent útgefanda
 • Fjármögnun
 • Umbrot
 • Próförk
 • Útgáfa

Further Information

Kynning á efni bókarinnar

Sjaldan er talað um reynslu kvenna af fóstureyðingum. Engu að síður fara tæplega þúsund konur á Íslandi í fóstureyðingu ár hvert, og má áætla að um 30-40% íslenskra kvenna fari á í fóstureyðingu einhvern tímann á lífsleiðinni. Enn fleiri konur íhuga þann möguleika en geta einungis rætt hann í hálfum hljóðum – ekki eingöngu vegna þess að þær líti á þá reynslu sem sitt einkamál heldur einnig af ótta við harkaleg viðbrögð samfélagsins. Vegna þessarar þöggunar vita konur ekki til hverra þær geta leitað þegar þær standa frammi fyrir því að rjúfa meðgöngu– einfaldlega vegna þess að þær vita ekki hvaða konur deila þessari reynslu.

Fóstureyðingar eru ekki frjálsar á Íslandi. Meðan barátta kvennahreyfinga skilaði löggjöf um frjálsar fóstureyðingar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, varð niðurstaðan á Íslandi að fóstureyðingar eru eingöngu heimilar að fengnu samþykki tveggja fagaðila, lækna eða læknis og félagsráðgjafa, og þá vegna læknisfræðilegra eða félagslegra ástæðna – ekki einfaldlega að ósk konu. Framkvæmdin í dag er þannig að konu er ekki synjað um fóstureyðingu þótt hún neiti að gefa upp ástæðu, en það er nauðsynlegt að halda því til haga að ef andrúmsloftið í samfélaginu breytist þá eru lögin ekki hliðholl konum. Og lítið þarf að breytast til að framkvæmdin verði það ekki heldur.

Í þessari bók segjum við sögur kvenna af fóstureyðingum. Konurnar eru nærri áttatíu talsins, á milli 20 og 70 ára gamlar, og mjög ólíkar innbyrðis. Engin saga er eins og önnur, þó við greinum áhugaverð þemu í frásögnunum. Í bókinni eru auk frásagna kvennanna innskotskaflar þar sem reynsla þeirra er sett í samhengi við viðhorf í samfélaginu, umgjörð heilbrigðiskerfisins, viðmótið sem mætir konunum þar o.fl.

Í ár eru liðin 40 ár frá því að fóstureyðingar voru gerðar löglegar á Íslandi. Síðastliðin 40 ár hafa konur því ekki þurft að óttast að vera refsað fyrir lögbrot þegar þær hafa gripið til þessara ráðstafana. Refsingin getur engu að síður birst í öðru formi, þ.e. með óupplýstri og tillitslausri samfélagsumræðu, þeirri mynd sem okkur birtist í afþreyingariðnaði eins og kvikmyndum, þar sem reynslan er nær ófrávíkjanlega sú að kona iðrast þess að hafa farið í fóstureyðingu og upplifir að léttirinn sem hún finnur fyrir sé óréttmætur. Allt leiðir þetta gjarnan til sjálfsásakana, sem gera konum erfiðara um vik að lifa með ákvörðun sinni. Engu að síður sýna rannsóknir að konur upplifa gjarnan valdeflingu við að fara í gegnum þetta ferli, þ.e. að taka stjórn á eigin lífi og taka ákvarðanir um framtíð sína.

Markmið bókarinnar er að segja sögur þessara kvenna því að þær eiga ekki að þurfa að vera leyndarmál, konur eiga að hafa raunverulegt val um hvort þær tala um reynslu sína og geta gert það án ótta við að vera stimplaðar. Þær eiga rétt á að upplifa sorg og tala um hana. Þær eiga líka rétt á að upplifa létti og tala um hann. Við viljum nota þessar sögur til að styðja konur í sömu stöðu með því að láta þeim í té upplýsingar. Við viljum að sögurnar varpi ljósi á þjónustu heilbrigðiskerfisins við konur í þessari stöðu og að þær nýtist okkur þegar við spyrjum spurninganna sem við eigum alltaf að vera að spyrja: Er kerfið í lagi? Er það að þjóna konum eins og það á að gera?

Við viljum aflétta launhelginni sem hvílir á reynslu kvenna af fóstureyðingum. Við setjum bæði tölulegar upplýsingar og reynslusögur í alþjóðlegt samhengi, en eftir mikla baráttu fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga - og baráttuna fyrir frjálsum fóstureyðingum - er nauðsynlegt að horfast í augu við það að nú er að verða bakslag. Í Bandaríkunum er baráttan fyrir “réttinum til lífs” orðin svo hörð að frjóvgað egg er jafnvel talið eiga að njóta mannréttinda.

Margir telja óþarft að bera Ísland saman við Bandaríkin, þar sem trúarofstæki á einhverra hluta vegna frjórri jarðveg þar í landi. Engu að síður er sambærileg þróun víða í Evrópu, þar sem öfga-hægri flokkar, sem gjarnan sækja fylgi sitt til öfgatrúarhópa og tala tæpitungulaust fyrir íhaldsömum kynhlutverkum og undirskipun kvenna í samfélaginu, eru að sækja í sig veðrið. Bæði í Finnlandi og Noregi hafa komið fram tillögur á löggjafarþingum á síðustu árum, sem reyna að takmarka rétt til eða aðgengi að fóstureyðingum. Þetta eru svo sannarlega lönd sem deila okkar félagslega veruleika, og því nauðsynlegt að leggja við hlustir og taka umræðuna um þau grundvallarréttindi sem réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama felur í sér.

Drög að kápu

Hönnun kápu: Bryndís Björnsdóttir.

Fjölmiðlaumfjöllun

Kynning á verkefninu, kall eftir frásögnum knúz.is
Viðtal í DV
Frétt á Pressunni
Viðtal vegna ályktunar á Kristsdegi RÚV
Viðtal vegna bænahóps við kvennadeild Landspítala visir.is
Viðtal á Knúz.is
Umfjöllun Stundarinnar fyrri hluti, seinni hluti stundin.is
Umfjöllun í Speglinum ruv.is

Úr umfjöllun Stundarinnar um bókina og fóstureyðingar

Þær Steinunn Rögnvaldsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir hafa frá síðasta sumri safnað reynslusögum kvenna af fóstureyðingum. Sögurnar hyggjast þær gefa út í bók ásamt fleira ítarefni.

Þær segja mikla þörf á slíkri bók og vilja með framtakinu gera umræðuna um fóstureyðingar aðgengilegri og opnari öllum konum. „Miðað við fyrirliggjandi tölfræði um mannfjölda og tíðni fóstureyðinga má ætla að rúmur þriðjungur kvenna fari í fóstureyðingu um ævina. Samt er þetta lítið rætt og það er eins og fáar konur viti hve algengt þetta er. Þær vita jafnvel ekki hvort vinkonur þeirra hafa farið í fóstureyðingu því það er svo lítið rætt. Þannig að þær hafa fáa eða jafnvel enga til að spyrja um reynsluna af þessu og hvað var erfitt eða auðvelt,“ útskýrir Silja Bára.

Verkefnið hefur vakið mikla athygli og fengu þær tæplega áttatíu reynslusögur, víðsvegar að. Spurðar hvort þær greini einhverja sérstaka línu í frásögnum kvennanna segja þær svo vera. „Það eru auðvitað mismunandi ástæður og aðstæður hjá hverri konu. En það eru þó svona ákveðin meginþemu sem við greinum oftar,“ segir Steinunn og bætir við að móttökur innan kerfisins séu þó oft mjög misjafnar. „Við fengum nokkrar ljótar sögur, og ég hef alveg farið að gráta af reiði eftir viðtöl eða við lestur frásagna, vegna þess að mér misbýður svo hvernig komið hefur verið fram við konur. Það eru dæmi um að ýtt sé undir skömm þessara kvenna innan kerfisins. Sumar konur virðast mæta einstaklingum sem eru hreinlega á móti fóstureyðingum. Öðrum finnst þetta bera keim af færibandavinnu.
Svo eru líka konur sem hafa ofboðslega góða reynslu af þjónustunni.“

Góðar fóstureyðingar og vondar
Konurnar segja það ríkt í samfélaginu að flokka fóstureyðingar ýmist sem „góðar“ eða „slæmar“. Þetta hafi bandaríska stjórnmálakonan Wendy Davis meðal annars gert að umræðuefni í ævisögu sinni. „Davis fór í tvær fóstureyðingar en í báðum tilvikum greindust frávik. Því var henni sýndur mikill skilningur að hafa valið þessa leið. Fóstureyðingar hennar myndu því flokkast samfélagslega undir „góðar fóstureyðingar“, því samfélagið telur aðstæður hennar réttlæta fóstureyðingu. Séu slíkar fóstureyðingar svo bornar saman við fóstureyðingar kvenna, sem eiga börn fyrir, eða fara oftar en einu sinni, er samfélagið ekki jafn jákvætt fyrir þeim.

Steinunn segir gott dæmi um þetta að finna í viðtali sínu við konu sem hafði farið tvisvar í fóstureyðingu. Hún væri ekki viss hvort hún myndi gera það í þriðja skipti, þrátt fyrir að vera viss um að hún vildi ekki eignast börn. Hún vildi ekki vera konan sem fór þrisvar. Svona er ákveðið stigma í samfélaginu gagnvart því að fara oftar en einu sinni.

Spurðar hvort þær hafi tekið eftir einhverri ríkjandi afstöðu á meðal kvenna til fóstureyðingarlögjafarinnar og því ferli sem gengið er í gegnum, segja þær dæmin margvísleg. „Við erum með dæmi frá tvístígandi konum sem segja eftir á að ferlið hafi verið of auðvelt. Þær voru jafnvel að láta undan þrýstingi maka og fjölskyldu og það var enginn sem stoppaði þær og spurði hvað þær vildu í raun og veru,“ segir Silja Bára.

Steinunn bætir því við að þótt ferlið sé þannig að þú þurfir að forminu til að fá leyfi, þá sértu fullorðin manneskja og vilji þinn því sjaldnast dreginn í efa.
„En þessar sögur eru undantekningar,“ segir Silja. „Nokkrar konur nefna þvert á móti að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé skertur með að þurfa sérstakt leyfi. Fóstureyðingar eru ekki frjálsar og veittar að ósk kvenna á Íslandi. Segjum að pólitíska andrúmsloftið breytist. Í dag fá eiginlega allar konur sem vilja fara í fóstureyðingu því framgengt svo framarlega sem það er innan tímamarkanna. En það þótti ekkert svo sjálfsagt við setningu laganna. Ef hér verður bakslag í jafnréttismálum, eins og sjá má merki um víða um heim, þá yrði auðvelt að grafa undan aðgengi kvenna að fóstureyðingum miðað við núverandi lagaramma,“ segir Silja.

Styrkir

Bókin hefur fengið styrki úr Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna og frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

English Summary

We are collecting funds to fund a book project summarizing the experiences of women who have had an abortion. We have interviewed nearly 80 women who share their stories and place their experiences in a social and political context. The book is only available in Icelandic. Expected release date is in September 2015.

Forsíðumynd: Sigtryggur Ari Jóhannesson

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,561

raised of €4,000 goal

0

days to go

134

Backers

114% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464