Á fjöllum verður fyrsta ljósmyndasýning mín á Íslandi í fjögur ár. Mig langar að vanda til verks og gera sýninguna sem glæsilegasta. Til þess þarf ég ykkar hjálp kæru vinir.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,091

raised of €3,000 goal

0

days to go

54

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Ljósmyndasýning

100%
  • Val á myndum fyrir sýninguna
  • Hönnun á plakati
  • Prentun á plakati
  • Prentun á myndum
  • Myndir strektar í blindramma og gerðar klárar fyrir sýningu
  • Markaðssetning
  • Senda verðlaun til þeirra sem styrktu

Further Information

Markmið: Á sýningunni verða um þrjátíu ljósmyndir í stærðum frá um það bil 40 x 40 sm. upp í allt að fermetra að stærð. Myndirnar verða prentaðar á úrvals striga og þær strekktar í blindramma. Þeim til verndunar verður lökkuð glær mött akríl filma yfir þær. Fyrir sýninguna verða einnig prentuð, á gæða pappír og í bestu mögulegu prentgæðum, um það bil 100 plaköt í stærðinni A3.

Jóhann Smári Karlsson er fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann hefur mundað myndavélina frá því að hann var um það bil tvítugur. Byrjunin var eins og hjá mörgum öðrum, í filmunni sem hann kynntist í listnámi sínu í FB. Frá unga aldri hefur listin verið Jóhanni Smára hugleikin, hann hefur teiknað og málað ásamt því að stunda ljósmyndunina. Eftir langt hlé frá ljósmynduninni, tók hann upp þráðinn árið 2007 er hann eignaðist sína fyrstu stafrænu slr myndavél. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við og hefur hann stigið risavaxin skref í þróun sinni sem ljósmyndari, án efa vegna bakgrunns síns í öðrum sjónrænum listum.

Ekki leið langur tími frá því að Jóhann Smári endurnýjaði kynni sín við ljósmyndunina þar til að hann hélt sína fyrstu ljósmyndasýningu og hefur hann einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum sem og einkasýningum víða um heim. Síðasta einkasýning Jóhanns var í boði Rómaborgar í nóvember árið 2013 en þar var honum boðið að koma til Rómar og setja upp ljósmyndasýningu sem innihélt úrval af bestu verkum hans.

Ljósmyndasýningin hét "Iceland my way" og fékk góð viðbrögð gagnrýnenda. Þá hafa ljósmyndir eftir Jóhann Smára verið birtar í fjölmörgum miðlum, þ.á.m dagblöðum, tímaritum og í sjónvarpi.

Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa þær ljósmyndir sem hann tók frá því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans sem bar heitið "Revolution" á yfir tíu stöðum á Ítalíu.
Árið 2009 var Jóhann Smári kosin ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom - Danmarks Professionalle Fotomagasin.

National Geographic tímaritið hefur tvisvar sinnum valið ljósmynd eftir Johann Smára sem mynd dagsins á vef sínum
photo of the day horse og photo of the day the arrival

Í dag er Jóhann Smari Karlsson á síðustu önn á upplýsinga og fjölmiðlabraut Tækniskólans

Nýasti viðburður Jóhanns Smára má sjá hér að neðan, þegar myndin hans Firewood - Eldiviður birtist á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York.

mbl.is 24.07 2014

Íslensk ljós­mynd prýddi skýja­kljúf.
Jó­hann Smári Karls­son, ljós­mynd­ari og málara­meist­ari, á heiður­inn af ljós­mynd sem prýddi heil­an skýja­kljúf á Times Square torgi í New York í síðustu viku. Sjá Facebook síðu Jóhanns Smára
Lista­sam­tök í New York sem heita See.me standa fyr­ir birt­ingu mynd­ar­inn­ar, en fleiri þúsund lista­menn úr öll­um heim­in­um eru meðlim­ir í þeim, að sögn Jó­hanns. Hver meðlim­ur gat sent inn mynd­ir og átt mögu­leika á að birta þær á ein­um skján­um.

„Mér tókst hins­veg­ar að selja tíu ein­tök af mynd­inni á stutt­um tíma, svo­leiðis að mynd­in mín var birt á þeim öll­um,“ seg­ir Jó­hann í sam­tali við mbl.is, en hann átti líka [mynd](http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/05/hvalfjordurinnaskyjakljufi/) á sam­bæri­legri uppá­komu í fyrra.

Mynd­in í ár var sýnd á fjöl­mörg­um risa aug­lýs­inga­skilt­um og þakti alls í um tvö hundruð fer­metra í hjarta Times Square. Mynd­in heit­ir Eldiviður (e. Firewood) og er tek­in með 14 mm víðlinsu í Hyde Park í London árið 2007.

„Nú síðast voru samtökin see.me með keppn­ina Exposure 2014, þar sem keppt er í ýms­um grein­um ljós­mynd­un­ar, og ég vann keppn­ina sem lands­lags­ljós­mynd­ari. Það voru nátt­úrumynd­ir sem ég tók á Íslandi.“ Jó­hann hlaut 1000 doll­ara verðlaun fyr­ir vikið auk þess sem mynd­irn­ar verða birt­ar ásamt öðrum sig­ur­mynd­um á sér­stakri sýn­ingu í New York núna í nóvember og eða desember 2014. „Það er mér mik­ill heiður.“

Þá hef­ur hann sýnt mynd­ir sín­ar oftsinn­is í Milanó og Róm. „Þar var ég með mynd­ir sem ég tók af búsáhalda­bylt­ing­unni. Svo var líka Goddur pró­fess­or í Lista­há­skól­an­um með fyr­ir­lest­ur um mynd­byrt­ingu búsáhalda­bylt­ing­ar­inn­ar og notaði þá mynd­ir eft­ir mig.“

Sigraði úti í heimi en tapaði á Skjá­ ein­um.

Jó­hann hef­ur verið að taka ljós­mynd­ir af full­um krafti síðan 2007. „Ég var til dæm­is í Ljós­mynda­keppni Íslands á Skjá­ein­um í fyrra. Þar vann ég fyrsta þátt­inn og fékk að taka þátt í tveim­ur öðrum, en datt út og tók ekki þátt í tveimur síðustu.“
Jó­hann hef­ur fengið æ meira að gera í ljós­mynd­un und­an­farið og er að eig­in sögn nokkuð vel á veg kom­inn á þann stað að kalla sig at­vinnu­ljósmynd­ara. Sam­hliða auk­inn­ar far­sæld­ar í ljós­mynda­geir­an­um er minna að gera hjá hon­um í máln­inga­brans­an­um, en hann hef­ur verið mál­ari í tutt­ugu ár. Auk þess sem hann mál­ar og tek­ur mynd­ir stund­ar Jó­hann nám við Tækni­skól­ann í upp­lýs­inga- og fjöl­miðla­fræði. „Það get­ur vel verið að ég fari í fram­haldi af því í ljós­mynda­nám hjá þeim.“

Lista­verk og heim­ild­ir í senn„ Ég lít á mig sem mynd­list­ar­mann í ljós­mynd­un­inni, en hver og einn þarf að segja um sig hvernig ljós­mynd­ari hann er,“ seg­ir Jó­hann aðspurður um álit hans á ljós­mynd­un sem mynd­list­armiðli.

„Maður sér líka ár­ang­ur­inn svo fljótt. Maður fer út, tek­ur mynd­ir, fer inn með þær og sér strax ár­ang­ur verks­ins. Mér finnst mjög sterkt að geta tjáð mig með ljós­mynd­un þar sem verk­in verða bæði lista­verk og heim­ild­ir um viðfangs­efnið í senn.“

Það næsta sem er bókað hjá Jó­hanni er einka­sýn­ing í Galle­rí Fold við Rauðar­ár­stíg 15. til 29. nóv­em­ber næst­kom­andi. Til sýn­is verða mynd­ir frá fjall­göng­um Jó­hanns með göngu­hópn­um Fjallagarp­ar og Gyðjur sem hann hef­ur tekið síðustu þrjú árin. Áhuga­sam­ir geta líka skoðað fleiri mynd­ir Johanns Smara á síðum hans johannsmari.com og IcelandRealMoments.com

Þessa kindalegu mynd tók ég í Vestmannaeyjum í sumar, þegar ég var þar á ferð með vinum mínum úr fjallgönguhópnum Fjallagarpar og -gyðjur. Þetta gæti verið nýjasta myndin á sýningunni.

Þessa mynd tók ég af félögum mínum Fjalla Steina og Lárusi Jónssyni.
Þetta gæti verið elsta myndin á sýningunni

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,091

raised of €3,000 goal

0

days to go

54

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464