Afleggjarinn is a travelling studio, exhibition space and a home for the artist Viktor Pétur Hannesson, who travels around Iceland to make Botanigrafia: Artworks made from Icelandic flora. The crowdfunding is aimed for funding a caravan for the project.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€5,206

raised of €5,000 goal.

0

days to go.

104% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Viktor Pétur Hannesson

Creator
  • car fixing amateur
  • Botanigrafia

Looking for

A carpenter

A carpenter to help me build the storage and work facilities
I'm interested!

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Afleggjarinn

100%
  • Kaupa húsbíl
  • Kaupa tjaldvagn
  • Smíða geymsluaðstöðu í tjaldvagninn
  • Setja upp vinnuaðstöðu í húsbílinn
  • Kaupa prentefni
  • Opna heimasíðu
  • Leggja af stað !

Further Information

Hæ! Ég heiti Viktor. Mig hefur lengi dreymt um að eignast húsbíl og gerast farandslistamaður.

Fyrir nokkrum árum gaf amma mér mynd sem hún gerði með blómum úr grasagarði tengdamóður sinnar, langömmu minnar. Listilega raðaði hún saman grösunum sem hún þurrkaði milli bóka. Þessi mynd hékk í sumarbústað langömmu minnar alla hennar tíð. Þegar hún féll frá fékk amma myndina aftur sem síðan gaf mér hana.

Á fardögum (í byrjun sumars) 2017 langaði mig til þess að gera svona mynd fyrir vin minn. Hann var að halda hátíð til heiðurs fardagakálsins, eða njólans eins og flestir þekkja hann. Mig langaði til að raða þurrkuðum njólablöðum upp á karton eins og amma hafði gert. Ég var kominn í tímaþröng, og þurfti að þurrka njólablöðin hratt. Þá kom annar vinur minn og sýndi mér vél sem gæti kannski hjálpað til við þurrkunina.

Það gekk ekki betur en svo að njólablöðin soðnuðu og eyðilögðust, en skildu eftir sig mynd af dásamlegu gullblaði á arkirnar sem njólablaðið lá á milli. Þannig urðu til einskonar líkklæði njólans.

Úr varð að ég ferðaðist um landið með vélina og göngutjald í skottinu á 20 ára gömlum fólksbíl og gerði tilraunir með jurtirnar á tjaldsvæðum, bóndabæjum og vegköntum. Svo fór ég líka að halda námskeið og setja upp opnar vinnustofur hér og þar um landið.

Á veturna fer ég svo með koffort fullt af myndum milli heimila og sýninga til að selja myndirnar, sem ég kalla grasagrafík.

Með því að ferðast um landið á gömlum bílum eru bílaviðgerðir óhjákvæmilegur fylgifiskur. Ég vil geta bjargað mér í þeim efnum, svo ég hef verið að gera við bílana mína sjálfur (með góðri hjálp frá vinum). Þannig hafa bílaviðgerðirnar fléttast þétt við óbilandi áhuga minn á íslenskri flóru og ferðalögum.

Nú er komið að því að stækka við sig og eignast húsbíl sem ég mun geta unnið og búið í meðan á vinnustofuferðunum stendur.

Afleggjarinn er færanleg vinnustofa, heimili og sýningarrými. Sumarið 2019 verður lagt í þriðju grasaferðina. Fólksbíllinn og göngutjaldið fær hvíld, en í stað hans verður keyptur húsbíll sem verður heimili mitt og vinnustofa.

„Pop-up" sýningar- og geymslurými verður í tjaldvagni sem hangir aftan í húsbílnum. Á þennan hátt get ég unnið verkin á aðgengilegan hátt og sett upp sýningar með stuttum fyrirvara hvar sem er á landinu (t.d. á bæjarhátíðum og öðrum samkomustöðum).

Á leið um landið mun ég ýmist dvelja á almennum tjaldsvæðum eða sem gestur á bæjarhátíðum. Eins mun ég leitast eftir því að komast í samband við bændur og íbúa í minni byggðum, setja upp vinnustofuna upp á landi þeirra eða lóð, og dvelja þar tímabundið í skiptum fyrir verk.

Grasagrafík

Aðferðin er sprottin upp úr hefðbundnum þurrkunaraðferðum á jurtum, og skilar af sér tvívíðum myndverkum. Hér áður fyrr var algengt meðal plöntuáhugafólks og grasafræðinga að safna jurtum, þurrka þær milli bóka eða í blómapressum og setja í plöntusöfn (herbariums). Eins var það algeng iðn að raða jurtunum saman í mynd og ramma inn, líkt og amma gerði með jurtunum úr grasagarði langömmu.

Jurtir eru afar mismunandi eftir árstíma, staðsetningu og árferði en áhrifaþættir eru til dæmis vatnsmagn, sýrustig i jörðu o.fl. Þá vaxa sumar jurtir aðeins á afmörkuðum svæðum.

Fleiri verk er að finna hér.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€5,206

raised of €5,000 goal.

0

days to go.

104% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464