Taktu þátt í að opna lífrænan hamborgarastað á Vesturgötu. "Okkur vantar herslumuninn til að koma staðnum í gang og viljum við bjóða þér að kaupa máltíð fyrirfram og þannig styrkja verkefnið og vera með á lokaspretti."
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€7,431

raised of €5,000 goal

0

days to go

80

Backers

149% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

BioBorgari

100%
  • Innréttingar í eldhúsi og sal
  • Fullbúið loftræstikerfi og annar búnaður
  • Fullbúa eldhús með tækjum og áhöldum
  • Fínpússa finished product
  • Starfsleyfi/Rekstrarleyfi
  • Leggja lokahönd á sal; Lýsing, hátalarar, matseðill og annað
  • Skilti á front hússins
  • Kaupa hráefni
  • Opna staðinn!

Further Information

BioBorgari

Bræðurnir Vífill og Ýmir eru að fara að opna lífrænan hamborgarastað sem mun heita BioBorgari. Nafnið “BioBorgari “ vísar til þess að boðið verður upp á lífrænan mat þar sem orðið “bio” er alþjóðlegt og notað yfir lífrænar vörur. Með BioBorgara eru þeir Vífill og Ýmir að samtvinna áhugamál sín og menntun, arkitektúr og matreiðslu.

BioBorgari er til húsa að Vesturgötu 12. Húsnæðið var áður verslun sem bræðurnir hafa verið að vinna við að breyta í veitingastað. Fyrir þeim var mikilvægt en lá jafnframt beint við, að fara sjálfir í gegnum allt ferlið og koma að sem flestu varðandi uppbyggingu staðarins og er það í raun hluti af heildar konseptinu. Þeir hafa m.a. sjálfir hannað, teiknað og smíðað innanstokksmuni og innréttingar. Þetta hefur verið skemmtilegt og lærdómsríkt ferli sem gerir staðinn áhugaverðan og persónulegan.

„Þá má segja að það hafi legið í hlutarins eðli að koma að sem flestu, sem kannski má tengja við uppeldið og skólagönguna. Þar höfum við kynnst því hvernig hlutir eru unnir frá grunni eins og t.d. að búa til smjör eða fara út og sækja grein til að tálga smjörhníf, gera súr og baka súrdeigsbrauð o.s.frv. Í okkar uppvexti var áhersla lögð á að vera skapandi í leik og starfi. Við ólumst upp að hluta til rétt fyrir utan bæinn og var sjálf náttúran okkar leiksvæði sem bauð upp á margt skemmtilegt og ævintýralegt. Þar nutum við mikils frelsis, lífið var leikur og er það enn. Við lærðum að meta það sem náttúran hefur upp á að bjóða og berum mikla virðingu fyrir henni. Í dag sækjum við mikið út í náttúruna til að njóta og endurnærast og er hún okkur mjög dýrmæt.“

Fyrir þá bræður, Ými og Vífil, kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stað sem býður upp á mat úr lífrænt ræktuðu hráefni. Þeir ólust sjálfir upp við það að borða lífrænt eins mikið og kostur var. „Að nota hráefni sem ræktað er á lífrænan hátt er fyrir okkur sjálfgefin leið til að sýna náttúrunni og þeirri auðlind sem móðir jörð er, virðingu. Við getum ekki bara tekið, við verðum líka að gefa til baka, einungis þannig getum við skapað jafnvægi, verið uppbyggileg og lifað í sátt við umhverfið.“

Lífrænt ræktað hráefni gefur matvöru þar sem hvorki eru notuð eiturefni, erfðabreytt hráefni né önnur efni sem eru náttúrunni framandi og skaðleg. Í lífrænni ræktun haldast hreinleiki og bragðgæði í hendur, jarðvegurinn er frískari og heilnæmari og býr þar af leiðandi yfir meiri lífskröftum.

Þó BioBorgari sé skyndibitastaður liggur heilmikil vinna að baki hverjum hamborgara. Brauðið verður bakað á staðnum úr sænsku gæðamjöli, súrdeigsbrauð þar sem náttúruleg gerjun á sér stað og gerir baksturinn áhugaverðan og skemmtilegan. Þetta er lifandi en viðkvæmt ferli þar sem hinir ýmsu þættir í umhverfinu hafa áhrif og einnig þeir kraftar sem búa í náttúrunni. Súrdeigsbakstur er langtímaferli sem gerir það að verkum að brauðið verður auðmeltara og næringin nýtist betur.

Allar sósur og meðlæti vinna bræðurnir frá grunni og leyfa þannig gæðahráefninu að njóta sín. Grænmetið skipar stóran sess í matreiðsluferlinu með áherslu á ferskar árstíðabundnar afurðir. „Þegar við gerum sósuna sem einungis samanstendur af grænmeti, þá ofnbökum við fyrst allt grænmetið og þannig náum við fram sætunni. Sem mótvægi við sætuna erum við með pestó. Í pestóið notum við meðal annars sítrónur sem hafa legið í saltpækli og fermenterast í að minnsta kosti þrjár vikur, þannig getum við notað alla sítrónuna; börkinn, olíuna og ekki síst beiskjuna sem sítrónan gefur.“

Matseðillinn verður einfaldur en hann mun samanstanda af hefðbundnum hamborgara að hætti bræðranna og "special" hamborgara sem verður breytilegur eftir því hvaða hráefni er á markaðnum hverju sinni. Kjötið kemur frá þeim fáu bændum á landinu sem eru með lífræna nautgriparækt. Á borðstólnum verður einnig grænmetisborgari sem verður vegan. Jafnframt munu þeir vera með ferskt rótargrænmetissnakk sem þeir útbúa á staðnum.

Fyrir BioBorgara skiptir gagnsæi, heiðarleiki og traust miklu máli og bræðurnir vilja geta upplýst fólk hvaðan hráefnið kemur. „Við viljum vinna í sátt við umhverfið og byggja upp náin tengsl sem byggja á trausti við viðskiptavini okkar og þá framleiðendur sem sjá okkur fyrir hráefni, bæði innlenda og erlenda. Við sjáum þetta sem nokkurskonar samvinnuverkefni sem byggir á gagnkvæmu trausti.

Með því að nota lífrænt ræktað hráefni teljum við okkur vera að styrkja jákvæða þróun í íslenskum landbúnaði og leggja eitthvað af mörkum fyrir vistkerfi jarðar.“

Markmiðið með BioBorgara er að skapa stað þar sem heildarkonseptið er einfalt en áhersla lögð á gæði jafnt innihaldslega sem útlitslega. „Fyrir okkur fjallar þetta ekki um gróða heldur það að skapa heilbrigða viðskiptahætti, þar sem mannleg samskipti og náttúruvitund eru höfð í fyrirrúmi.“

Verkefnið er á lokasprettinum og vantar nú fjármuni til að geta keypt inn hráefni. Áhugasömum verðandi viðskiptavinum býðst nú að kaupa sér máltíð eða 10 máltíða kort fyrirfram og styrkja þannig projektið.

Okkur hlakkar til að geta boðið upp á gæðaskyndibita í miðbæ Reykjavíkur.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€7,431

raised of €5,000 goal

0

days to go

80

Backers

149% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464