Í samhengi við stjörnurnar er breskt leikrit sem kom öllum á óvart með einlægni sinni og frumleika og sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York. Leikhópurinn Lakehouse setur upp þetta krefjandi verk um ást og strengjafræði í Tjarnarbíó í maí 2017.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€3,579

raised of €3,500 goal

0

days to go

64

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne

100%
  • Þýða verkið úr ensku ásamt því að leita til sérfræðinga um fjölheimakenninguna, strengjafræði og skammtafræði  
  • Æfingar
  • Semja tónlist 
  • Hanna leikmynd og búninga
  • Smíða leikmynd
  • Sýna verkið í Tjarnarbíó í Maí
  • Ferðast með verkið út á land í haust

Further Information

Constellations by Nick Payne

Each decision we make leads to an endless amount of possibilities and one path can rule out another.

Marianne and Roland meet at a barbecue of a mutual friend and they make a connection. Then there’s nothing more to it, except if they go to the pub afterwards? Maybe they will spend a night together, maybe a whole lifetime.

Constellations by Nick Payne took the world by surprise when it offered a sincere and completely original approach to the boy meet girl story. The play went from West End to Broadway and has toured the world since. In his play Nick Payne takes inspiration from the laws of quantum physics and string theory.

We premiere our production in Iceland this spring and in the autumn of 2017 we will tour the country.

Actors: Hilmir Jensson and Birgitta Birgisdóttir. Director: Árni Kristjánsson and Þórunn María Jónsdóttir designs set and costumes. Producer: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir who will also compose and design our soundscape.

María Í þessum skammtafræðilega margfaldaða alheimi eru allar ákvarðanir, allt sem þú hefur nokkurn tímann valið og ekki valið, til í óteljandi safni af samhliða raunveruleikum.

Ragnar Ha? Allt? -

María Allt.

Ragnar Ef allt sem ég mun nokkurn tímann gera er nú þegar til, til hvers erum við þá að ganga í gegnum það - aftur?...

María Sko -

Ragnar Nei ég meina, skilurðu hvað ég á við?

María Já, algjörlega, en við ef segjum sem svo að það sé bara til einn alheimur í alvörunni. Það er bara til ein ég og einn þú. Ef það er rétt þá væri bara ein leið í gegnum lífið, ekki satt?

En hvað ef að allar framtíðarbrautir eru til nú þegar? Þá snýst lífið um að velja hvaða framtíðarbraut það er sem við endum á. Sjáðu það fyrir þér eins og að kasta teningi þúsund sinnum...

Um okkur

Birgitta Birgisdóttir

Birgitta Birgisdóttir útskrifaðist með B.F.A. gráðu úr Listaháskóla Íslands, leiklistardeild árið 2006. Þá um haustið fór Birgitta á samning hjá Borgarleikhúsinu. Fyrsta hlutverk hennar þar var Konstansa, kona Mozarts, í Amadeusi. Meðal annara sýninga sem hún hefur leikið í hjá Borgarleikhúsinu eru Grettir, Dagur vonar þar sem hún fór með hlutverk Öldu, Ræðismannsskrifstofan, Gauragangur þar sem hún fór með hlutverk Höllu, Kirsuberjagarðurinn í hlutverki Önju, Eldhaf, Ferjan og Fólkið í kjallaranum þar sem hún hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir hlutverk sitt. Birgitta hefur tekið þátt í tveimur sýningum með sjálfstæðum leikhópum, sýningunni

Mammamamma sem sýnd var í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2008 og sýningin HYSTORY sem var samstarf Sokkabandsins og Borgarleikhússins og var frumsýnd 2015. Í Þjóðleikhúsinu hefur Birgitta leikið í sýningunni Frida... viva la vida og ljáði Sindra rödd sína í sýningunni um Sindra silfurfisk og leikur núna í sýningunni Djöflaeyjunni sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu.

Hilmir Jensson

Hilmir Jensson útskrifaðist frá leikistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010. Hann hóf þá störf við Þjóðleikhús Íslands og lék þar í fjölmörgum sýningum, þ.á.m. Macbeth og Lér Konungi og Karma fyrir fugla í leikstjórn. Hann stofnaði ásamt Tryggva Gunnarssynin leikhópinn Sómi Þjóðar sem síðan hefur sett upp sýningarnar Gálmu, Ég er vindurinn, MP5 og Könnunarleiðangur til KOI ásamt fleiri sýningum. Vorið 2013 lék Hilmir í Uppfærslu Lab Loka Hvörfum. Haustið 2013 hóf Hilmir störf hjá Leikfélagi Akureyrar. Þar lék hann í Sek, Gullna Hliðinu, Skemmtilegt er myrkrið og útvarpsverkinu Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson. Hilmir lék í Billy Elliott hjá Leikfélagi Reykjavíkur 2015 og Flóði vor 2016. Hann dansaði einnig í danssýningunni Kviku sem sett var upp af Menningarfélaginu tær vorið 2016.

Árni Kristjánsson

Árni hefur verið sjálfstætt starfandi leikstjóri og þáttastjórnandi í útvarpi á Íslandi síðan 2008. Nýlega útskrifaðist hann með MA í Leikstjórn frá Bristol Old Vic Theatre School. Þar aðstoðaði hann leikstjórana Tom Morris og Donnacadh O'Briain í leikhúsinu Bristol Old Vic, og Jenny Stephens. Árni hefur hrifningu af tungumáli og að finna nýjar leiðir til að túlka það í gegnum leikhúsið. Stíll hans einkennist af nákvæmri notkun hljóðstemningar og draumkenndu leikhúsi. Árni er stofnandi leikhópsins Lakehouse, sem hefur staðið að þó nokkrum framleiðslum: The Human Ear eftir Alexandra Wood (Alma Tavern & Theatre, Bristol), Selshamurinn (Operudagar í Kópavogi) og verkið í Samhengi við Stjörnurnar, sem er í frumstigum framleiðslu.

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, diplóma frá Háskólanum í Reykjavík í frumkvöðlafræðum og námsskírteini frá SummerDocs Creative Documentary Filmmaking, frá NFTS - the UK National Film and Television School. Harpa hefur framleitt, verkefnastýrt og unnið við listræna sköpun í fjölbreytilegum verkefnum í myndlist, tónlist, leiklist og kvikmyndagerð. Harpa er einn stofnandi og umsjónarkona Örvarpsins á RÚV (www.ruv.is/orvarpid), meðlimur í listahópnum Vinnslunni (www.vinnslan.is), tónsmiður og flytjandi í hljómsveitinni Grúska Babúska (www.gruskababuska.com), kemur fram solo sem Harpa Fönn, er varaformaður KÍTÓN, Kvenna í Tónlist (www.kiton.is) og er lögfræðingur fyrir Myndstef (www.myndstef.is), sem stendur vörð um höfundarétt sjónlistamanna. Harpa hefur gefið út þrjár plötur, allar með hljómsveit sinni síðan 2013, og þrjár heimildarmyndir: Fjallkonan hrópar á vægð (2012), the Last Thing (NFTS2013) og Heita Pottinn (Askja Films 2016). Í vinnslu er jafnframt hennar fjórða heimildarmynd, Amma Dreki (Askja Films 2018).

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€3,579

raised of €3,500 goal

0

days to go

64

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464