Faldar perlur er vefsíða/app sem skapar vettvang fyrir fólk sem hefur áhuga á tísku í víðum skilningi þess orðs. Vettvangur til að selja vel með farinn fatnað og/eða varning og fyrir kaupendur að finna spennandi flíkur og/eða hluti fyrir aðeins brot af því sem nýtt kostar.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€1,866

raised of €3,500 goal.

0

days to go.

53% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Further Information

Keyptir korter í flug - algjört möst - pössuðu aldrei………..

Hver kannast ekki við að hafa keypt flík af hvatvísi og undir því yfirskini að það væri bráðnauðsynlegt að eignast akkúrat þessa flík? Eða fara af stað í fatakaup fyrir ákveðið tilefni og hafa sannfært sig um að fara ekki heim nema með nýja flík í poka til að klæðast um kvöldið? En eftir að kaupin eru um garð gengin og flíkin hefur verið notuð í örfá skipti, jafnvel bara einu sinni, ýtist hún ósjálfrátt innar í fataskápinn þar sem hún fær að gleymast. Þannig kemst maður hjá því að láta hana stöðugt minna sig á peningana sem fóru í súginn og hversu lítið notagildi flíkin hafði. Þegar nógu langur tími er liðinn, og maður er hættur að sannfæra sig um að það gæti komið tilefni þar sem þetta væri akkúrat rétta flíkin til að klæðast, fær hún að detta ofan í pokann sem reglulega er gefinn til hjálparsamtaka.

"Faldar perlur" er vefsíða/app sem skapar vettvang fyrir fólk, sem hefur áhuga á tísku í víðum skilningi þess orðs, til að selja vel með farinn fatnað og fyrir kaupendur að finna spennandi flíkur fyrir aðeins brot af því sem ný flík kostar. Allt söfnunarféð verður nýtt til þess að hanna og forrita vefsíðuna/appið. Viðmót síðunnar verður aðgengilegt og auðvelt verður að setja inn varning til sölu en greiðslur fara í gegnum viðurkennda greiðslumiðlun. Það verða skýrar reglur umhvernig kaup og sala ganga fyrir sig, greiðslur og skilafrestur. Ekki verður um nein persónuleg samskipti á milli seljanda og kaupenda í formi tölvupósta, skilaboða eða símtala, allt slíkt verður í umsjón rekstraraðila síðunnar. Það á að vera ánægjuleg upplifun að sýsla á "Faldar perlur" því seljandinn kemur í umferð flík sem hann hefur ekki not fyrir lengur og kaupandinn gerir góð kaup auk þess að gefa flíkinni framhaldslíf. Í viðskiptunum er auk þess falin sú endurgjöf að hafa hlíft umhverfinu fyrir frekari ágangi.

Tölur frá Danmörku sýna, og ekki ólíklegt að Ísland sé á svipuðum stað, að einungis 3% af fötum og öðrum textílvörum er endurnýtt. Hver einstaklingur verslar 16 kg af fatnaði á ári en það svarar til 16 stykkja af gallabuxum eða 64 stuttermabolir. Þegar einum stuttermabol, sem vegur ca. 150-­200 gr, er hent þá er í raun verið að henda 3,7 kílóum af úrgangi en það er það sem þarf til að framleiða þennan sama bol. Þá á eftir að taka tillit til þeirra meira en 2000 lítra af vatni sem notaðir eru auk orkunotkunarinnar. Framleiðsla á langstærstum hluta fatnaðar og textíls í heiminum í dag losar koldíoxíð, sem er gróðurhúsalofttegund. Það kemur til af því að orkan sem notuð er í framleiðsluna kemur frá bruna á kolum og olíu. Einnig krefst frumframleiðsla töluverðar notkunar á óæskilegum efnavörum og eiturefnum. Með því að endurnýta hluti forðum við þeim frá urðun og minnkum úrgang. Við það minnkar losun gróðurhúsalofttegunda og óþarfa auðlindavinnsla.

Þar sem áhrif af losun og uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu eru hnattræn er þetta mál sem kemur okkur öllum við. Öll getum við með tiltölulega einföldum breytingum á daglegum venjum dregið úr neikvæðum áhrifum okkar á umhverfið. Fyrir utan samgöngur eru innkaup á vörum og neysla líklega sá hluti heimilishaldsins sem veldur hvað mestri losun gróðurhúsalofttegunda. Stærsti hluti þeirrar vöru og fatnaðar sem við Íslendingar kaupum er innfluttur. Auk þeirra kolefnislosunar sem verður til við framleiðslu vörunnar bætist við losun sem verður til við flutning á vörum og fatnaði til landsins. Það er ekkert sem segir við þurfum aðhætta að kaupa eða neyta þess sem að við teljum okkur hafa ánægju af. Það er þó allra hagur að vandaður vel með farinn fatnaður séu endurnýttur því bæði er það umhverfisvænt og gerir fólk kleyft að eignast flott föt fyrir lítinn pening. Að skapa vettvang til að selja notaðan fatnað, á vefsíðunni og appinu "Faldar perlur" er lítið skref stígið í þá átt að endurnýta fatnað og minnka þannig ágang á auðlindir jarðar.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€1,866

raised of €3,500 goal.

0

days to go.

53% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2022 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464