Jólasálmar og þjóðlög við harmóníumundirleik. Notaleg, einlæg og gamaldags stemning einkennir plötuna, sem áætlað er að komi út í lok nóvembermánaðar. Íslenskur þjóðlagaandi svífur yfir vötnum og ætlunin er að platan hljómi yfir jólasteik landsmanna um ókomin ár.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€5,645

raised of €3,500 goal

0

days to go

114

Backers

161% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Hugi Jonsson

Creator, artistic director and performer

Kári Allansson

Orchestrator and harmonium player

Petur Huni Bjornsson

Consultant and text adviser

Erla Maria Marteinsdottir

Translation into English

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Heilög jól

100%
  • Efnisval
  • Undirbúningur fyrir upptökur
  • Útsetningarvinna og æfingar
  • Upptökur
  • Textavinna og þýðingar
  • Hönnun og teikningar
  • Hljómjöfnun og klipping
  • Mastering
  • Prentun geisladiska
  • Prentun hulstra og pökkun
  • Útgáfa og dreifing
  • Útgáfutónleikar

Further Information

Aðventa og jól einkennast oft af eftirvæntingu og gleði og mörg okkar njóta góðra stunda með fjölskyldu og vinum. Hins vegar er streita og kvíði algengur fylgifiskur þessa árstíma, enda afar annasamur tími.

Mikil og stundum yfirborðsleg gleði í umhverfi okkar í aðventunni getur reynst sumum þungbær. Í því samhengi virðist hefðin vera orðin sú að allt þurfi að vera svo skemmtilegt og mikið stuð. Þá getur það gerst að við gefum okkur ekki tíma til að líta inn á við, missum jafnvel sjónar á því sem okkur þykir í raun og veru mestu skipta.

Á þessari plötu leiðum við, Hugi Jónsson og Kári Allansson, hesta okkar saman á ný eftir að hafa gefið út geislaplötuna Kvöldbæn í maí síðastliðnum. Okkar framlagi til tónlistarflórunnar er ætlað að vera mótvægi við þá þróun sem lýst er hér að ofan. Við viljum líta til baka til liðinna tíma, fyrir tilvist farsíma og yfirþyrmandi framboðs afþreyingar. Íslensk sálma og þjóðlagatónlist við harmóníumleik er oftar en ekki tengd við eldri kynslóðir en þá sem við tilheyrum. Eftir áralangt tónlistarstarf innan kirkjunnar sem og á öðrum vettvangi, við tónlistarsköpun og flutning, er eitthvað sem ýtir okkurað rótinni, þjóðlögunum.

Íslensk þjóðlög virðast beintengd evrópskum laglínum frá miðöldum og hafa varðveist nokkuð vel, mann fram af manni og síðar í riti og á hljóðupptökum. Íslendingar tóku þessar laglínur og gerðu að sínum og þær hafa lifað fram til dagsins í dag. Einfaldleikinn sem einkenndi flutning laganna fyrr á tíðum, oftast án eða með frumstæðum hljóðfæraleik, er eitthvað sem okkur reynist auðvelt að tengja við. Mannsröddin og hlustandinn tengjast í einföldum söng rétt eins og sögumaður og hlustandi. Þetta er það sem knýr okkur áfram og kallar á okkur að koma til skila til okkar kynslóðar með einhverjum hætti. Okkur þykir þetta ekki síst eiga við þegar aðventan og jól nálgast, enda gengur sá tími að miklu leiti út á hefðir.

Sértu orðin(n) leið(ur) á stanslausum jólahjólum, jingle bells og sleðabjöllum yfir höfuð, eða ef þú vilt annað slagið hugsa inn á við og heyra eitthvað sem ef til vill hljómaði í eyrum og af vörum forfeðra þinna á aðventu og jólum, er þessi tónlist eitthvað fyrir þig. Okkar markmið er að koma kjarna hverrar laglínu og texta til skila og skapa hátíðlegt og íhugult adrúmsloft á sem einlægastan máta.

Kveðja,
Hugi

Eftirfarandi sálmar og þjóðlög verða á efnisskránni

- Hátíð fer að höndum ein -- Krists er koma fyrir höndum -
- Hin fegursta rósin er fundin -- Englasveit kom af himnum há -
- María meyjan skæra -- Guð þann engil sinn Gabriel -
- Með gleðiraust og helgum hljóm -- Frábæra -
- Immanúel oss í nátt -- Gleð þig særða sál -
- Sof þú blíðust barnkind mín -- Jesú mín morgunstjarna -
- Fögur er foldin -- Það aldin út er sprungið -
- Heilög jól -- Aðfangadag dauða míns -
- Verndi þig englar, elskan mín -- Heims um ból -

Ennfremur mun vandaður og fróðlegur bæklingur um jól og sálmasöng, skreyttur myndum Júlíusar Valdimarssonar, fylgja geislaplötunni.

Kvöldbæn kom út fyrr á árinu og eftirfarandi tóndæmi má finna á henni

In May of this year, I, Hugi Jónsson, with Kári Allansson, released the CD Kvöldbæn (An Evening Prayer). I have now reunited with Kári to create
an album of Icelandic Christmas hymns and folk music.

This unique CD, to be released at the end of November, brings back the true and tranquil atmosphere of Christmases long-ago.

We trust the traditional Icelandic Christmas hymns and folk music, accompanied by the harmonium, will be a part of your celebrations for years to come. After years of involvement in Icelandic music, both religious and secular, and its performance and production, we find ourselves drawn to the roots of that music. Icelandic traditional music seems directly linked to Medieval European melodies, which have been well preserved, passed on from one generation to another orally, through writing, and later recordings. These melodies were adopted by the Icelanders and have survived to this day. The performance of this music was characterized by a certain simplicity, often relying on the voice alone or on primitive instruments. Thus, the singer and the listener were united in a simple song, much like a story teller and his listeners are. It is this feeling that we want to present to our generation, and what better occasion to do this then Christmas, a time of traditions.

Now, as of old, we associate Christmas with anticipation, joy, and time spent with family and friends. Simultaneously, however, stress and anxiety are all too present. For many, it is a period of melancholy and sadness. The pressure to have endless fun and be constantly elated can be overwhelming. The soundtrack of the Christmas season is often loud and intrusive, not leaving much room for introspection and attention to the true meaning of Christmas, whether it comes to religion or our relationship with our fellow man.

We want to look back to simpler times and concentrate on the essence of each melody and word, and thus authentically create a solemn and meditative mood.

If you have grown weary of Jingle Bells and hooting Santa Clauses, and if you want to look within once in a while and enjoy what our Icelandic ancestors listened to and sang during advent and Christmas, this CD is one you will appreciate.

Greetings,
Hugi

www.facebook.com/kvöldbæn

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€5,645

raised of €3,500 goal

0

days to go

114

Backers

161% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464