Gamanleikritið SÍMI LÁTINS MANNS eftir bandaríska verðlaunaleikskáldið SARAH RUHL í leikstjórn CHARLOTTE BØVING
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Sími látins manns eftir Sarah Ruhl er fyrsta leiksýningin sem María Dalberg leikkona og framleiðandi setur upp á Íslandi ásamt glæsilegum hóp listamanna. Leikverkið fjallar á gamansaman hátt um það hvernig fólk notar tæknina til að tengjast en fjarlægist hvort annað á sama tíma og einangrast frá stað og stund.
MARÍA DALBERG
Ég, María Dalberg, lauk B.A. gráðu í leiklist frá Drama Centre London (Central Saint Martins College) árið 2008 og bjó og starfaði sem leikkona í London um árabil. Árið 2013 fluttist ég tímabundið til New York þar sem ég menntaði mig í jóga og kynntist á sama tíma leikverkum verðlaunaleikskáldsins Sarah Ruhl. Í kjölfarið lagðist ég í rannsóknir á verkum hennar og kolféll fyrir leikverkinu Dead Man's Cell Phone (Sími látins manns).
Verkið fjallar um einsemdina og þrána eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm.
Eftir því sem ég fór að iðka meira jóga tók ég sífellt betur eftir því hvernig tæknin heltekur fólk. Það er hvorki í tengslum við sjálft sig né aðra í kring. Ég held það sé engin tilviljun að fólk sæki nú í meiri mæli í jóga-, hugleiðslu- og núvitundarnámskeið. Fólk þráir að finna innri frið og tenginguna sem við virðumst glata með hraða tækniþróunarinnar. Núvitund er ákveðið meðal við fjarlægðinni sem myndast með fjarskiptatækninni og leikhúsið er staður til að spegla samfélagið, opna augu fólks og vonandi breyta heiminum með því einu að slökkva á símunum og upplifa með öðrum.
Leiksýningin er stórt tækifæri fyrir mig og vonandi upphaf frekari ævintýra. Ég yrði mjög þakklát ef þú gætir hjálpað okkur í leikhópnum BLINK að með því að styðja við verkefnið og í staðinn geturðu til dæmis fengið miða á sýninguna, fengið jógakort eða farið í dásamlegan frían jógatíma með vinum eða fjölskyldu. Snjallsímalaus stund í núinu!
Leikstjórn: Charlotte Bøving.
Leikarar: María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir.
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir.
Leikmynd og búningar: Fanney Sizemore.
Útlitshönnun og gervi: Steinunn Þórðardóttir.
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson.
Tæknimaður: Kristinn Ágústsson
Íslensk þýðing: Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson.
Framleiðsla: María Dalberg, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.
CONTACT
blinkleikhopur@gmail.com
(00354) 822 4933
Sími látins manns á Facebook
www.similatinsmanns.com
Þegar Nína ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hringt hefur án afláts, fer af stað atburðarás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Hún áttar sig á að maðurinn er látinn og sogast inn í líf hans gegnum símann. Reyndar heldur hún honum hálfpartinn á lífi í gegnum farsímann.
Smátt og smátt kemst hún að ýmsu misjöfnu um hinn látna Hjört; hann stundaði ólögleg viðskipti með líffæri, níddist á bróður sínum, eiginkonu og hjákonu og í ofanálag á hann í ákaflega undarlegu sambandi við móður sína. Nína kynnist öllu þessu fólki og þarf í kjölfarið að horfast í augu við sína eigin siðferðiskennd.
Á gamansaman hátt en með dramatískum og súrrealískum undirtón skoðar leikhópurinn BLINK síðasta daginn í lífi líffærabraskarans Hjartar, með síma hans við hönd.
Það er ótrúlegt að Sarah Ruhl sé næstum óþekkt nafn á Íslandi, en það er hópnum mikill heiður að kynna hana til leiks. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skrif sín, unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Um þessar mundir er hún einn mest leikni höfundurinn á Austurströnd Bandaríkjanna. Verk hennar hafa verið þýdd á fjöldamörg tungumál og sett upp m.a. á Broadway í New York, í London og víða um Evrópu.
Sími látins manns, eða Dead Man's Cell Phone hefur slegið í gegn bæði í New York, London og víðar um heim.
Ég er ekki sú fyrsta til að átta mig á að jóga er hálfgert meðal við tæknifirringu nútímans. Fyrirtæki hafa í auknum mæli boðið starfsfólki sínu upp á hópjógatíma til að hreinsa hugann og ná jarðtengingu. Einnig er boðið uppá jóga í leikskólum og grunnskólum til að ýta undir að börn og unglingar líti upp frá snjalltækjunum og tengist sjálfum sér og ímyndunaraflinu sínu svo að þau geti verið skapandi og leikið við önnur börn.
Við erum smám saman að átta okkur á hliðarverkunum þess að vera sítengd og niðursokkin í okkar eigin gerviveröld og annarra. Hver áhrifin sem það hefur á sambönd okkar við nánustu fjölskyldu og vini eru enn dálítið óljós en samt svo skýr – við erum að missa tenginguna, flytja meðvitund okkar yfir á annað svið. Þetta er bæði áhugavert og ógnvænlegt.
Hér má lesa meira um málefnið:
YogaJournal – Stay Connected by disconnecting
[Wikipedia – Mindfunless and technology](https://en.wikipedia.org/wiki/Mindfulnessandtechnology)
Karolina Fund ehf © 2023 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464