Elfa Hörgdal Stefánsdóttir

Dagforeldri í 33 ár með brennandi áhuga á að börn fái þá umhyggju, ást og örvun frá upphafi sem muni gagnast þeim alla þeirra ævi.

  • Sérhæfð í knúsum

Við erum tvær konur sem reka daggæsuna Ólátagarð, Elfa Hörgal Stefánsdóttir og Lilja Huld Steinþórsdóttir. Við erum að safna fyrir nýjum kerrum handa litlu krílunum okkar.


Við höfum starfað sem dagforeldrar í 33 ár og 25 ár. Við leggjum afar mikinn metnað í okkar starf sem meðal annars felst í því að vera stöðugt á ferðinni með litlu krílin okkar. Hvort sem það eru styttri ferðir eða heilar dagsferðir. Til þess að geta þetta þá þurfum við góða farkosti sem börning geta bæði setið upprétt í og einnig sofið í, með hallandi sætum.  


Á hverju ári höfum við farið yfir gömlu kerrurnar okkar og lagað þær til og gert við þær það sem þarf. En við skoðun núna kom í ljós að sætin eru ónýt og kerrurnar ekki öruggar lengur. þegar þetta kom í ljós þá blöstu við okkur tveir möguleikar. Annars vegar, kaupa nýjar kerrur eða sleppa öllum vettvangsferðum þetta árið. 

Við erum alls ekki tilbúnar að skerða þjónustuna við litlu stubbana okkar þannig að við leituðum og fundum eðal góðar kerrur. Upphæðin sem við þurfum að leggja út fyrir þeim eigum við ekki til og var okkur bent á Karolina Fund til að fá aðstoð við að fjármagna verkefnið. 


Ólátagarður er ekki eins og hver önnur daggæsla, heldur er vistun þar fyrsta stig í námsferli barna og grunnur fyrir komandi menntun. Þess vegna er okkur það afar mikilvægt að börnin fái þennan nauðsynlega þátt námsins í vor og sumar, sem eru vettvangsferðir. 9ac3a8e1-ae2a-4bef-9fec-b7d9c5de238e.png

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina