Ég er byrjaður í upptökum á tíu lögum sem ég samdi nýverið. Textarnir eru sömuleiðis allir eftir mig, meira og minna með sjálfsævisögulegu ívafi.
Stíllinn á plötunni er akústískur bræðingur: Jazz, folk, popp, kántrí.
Mér til aðstoðar eru Andrea Gylfadóttir, Tómas M. Tómasson, bassaleikari, og Karl Pétur Smith, trommuleikari. Við höfum spilað þessi lög opinberlega þó nokkrum sinnum undanfarið og undirtektir verið feykigóðar. Um það bil fjórðungur af studío vinnu er að baki, en til að ljúka verkefninu þarf ég stuðning.

Viðtal í Kvennablaðinu
http://kvennabladid.is/2016/06/17/kemur-ut-ur-skapnum-sem-songvaskald/

Karolina Fund ehf © 2017 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464