Félag íslenskra Bassaleikara

Félag bassaleikara sem stendur fyrir hátíðinni "Iceland Stopover" og heldur námskeið eftir því sem efni og aðstæður standa til.

“Iceland Stopover III” (IS3) veitir íslenskum bassaleikurum tækifæri til að kynna sér það nýjasta í kontrabassaleik hvort sem er á klassísku sviði, jass eða nútímatónlistar. Hátíðin fer fram helgina fyrir alþjóðlega ráðstefnu bassaleikara í Fort Collins í Colorado, Bandaríkjunum sem mun standa yfir 2.- 6. júní 2015. Þar sem erlendir gestir IS3 millilenda (stop over) hér á leið sinni Fort Collins geta þeir komið fram á Íslandi án aukaferðakostnaðar. Margir bassaleikarar, bæði klassískir sem og jass leikarar hafa sýnt áhuga á a koma fram á IS3. Á hátíðinni verða tónleikar og fyrirlestrar.

Robert Nairn, Joel Quarrington og Leon Bosch lýst áhuga á þátttöku og væri FÍBL heiður að bjóða þeim.

Þó a félagið sé opið öllum bassaleikurum hefur áhersla Iceland Stopover verið á kontrabassa. Þess vegna er það spennandi þróun að færa út kvíarnar og bjóða Skúla Sverrissyni rafbassaleikara að vera með. Þar er á ferðinni tónlistarmaður á heimsmælikvarða.

Sá liður bætist vi í þetta sinn að efnt verður til samkeppni um flutning á verkum [Árna Egilssonar](http://www.arnaeus-music.com .) sem verður gestur hátíðarinnar. Hann mun auk þess a tala um feril sinn en vart þarf a tíunda orðspor Árna þar sem hann á a baki stórbrotinn feril sem "session" bassaleikari í Bandaríkjunum

Following Félag íslenskra

DIMMA

Hljómsveit

Backing projects

106% Funded
100% Completed
€42,482 Pledged
Finished
105% Funded
100% Completed
€5,230 Pledged
Finished
115% Funded
100% Completed
€3,452 Pledged
Finished
112% Funded
100% Completed
€11,182 Pledged
Finished
40% Funded
60% Completed
€2,201 Pledged
Cancelled
250% Funded
66% Completed
€100,170 Pledged
Executing

Karolina Fund ehf © 2017 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464