Meistarar Dauðans

Three-piece Icelandic boy/teen metal band that has played together since childhood. Click the Band Name to read about the members.

(ENGLISH BELOW)

Frá tónleikum Meistara Dauðans á Samfés 2015

Meistarar Dauðans var stofnuð í janúar 2011 og samanstendur af upprunalegu meðlimunum þremur. Þótt þeir séu ungir hafa þeir komið víða fram, eru iðnir við að semja tónlist og texta og spila tökulög úr ýmsum áttum. Í hljómsveitinni eru Ásþór Loki Rúnarsson 16 ára (gítar & söngur), Albert Elías Arason 15 ára (bassi) og Þórarinn Þeyr Rúnarsson 11 ára (trommur).

Forsaga hljómsveitarinnar hófst árið 2008 en þá bjuggu Ásþór og Þórarinn með foreldrum sínum í Atlanta í Bandaríkjunum. Ásþór, sem var 9 ára hafði verið að fikta á gítarinn og til reynslu fékk Þórarinn lítið trommusett um jólin 2008. Greinilegt var að þeir höfðu gaman af því þeir fóru strax að æfa af krafti.

Hér eru bræðurnir um sumarið 2009 þegar um hálft ár var liðið síðan þeir eignuðust hljóðfærin.

Heima á Íslandi tók Albert að æfa sig á bassann á svipuðum tíma. Foreldrar drengjanna eru gamalt vinafólk og er fjölskylda þeirra bræðra flutti aftur til Íslands komust þeir að tónlistaráhuga hvors annars. Þeir stofnuðu sveitina um leið og tóku fljótlega upp þann sið að æfa lengi í einu og halda því enn.

Eftir að hafa spilað saman í eitt og hálft ár fjölgaði um tvo í hljómsveitinni þegar Bjarki Mar og Árni Dagur gengu til liðs við sveitina um skeið. Árið 2014 skrapp hljómsveitin þó aftur saman til upphaflegs horfs og er þannig skipuð í dag.

Lifandi tónlistarflutningur

Þrátt fyrir ungan aldur hafa Meistarar Dauðans komið fjölmörgum sinnum fram í útvarpi og sjónvarpi. Stærstu tónleikar sem þeir hafa spilað á voru í mars 2015 en þá léku þeir á Samfés í Laugardalshöllinni fyrir tæplega 5000 manns.

Meistarar Dauðans léku tvisvar á Airwaves Unglinga 2013, fjórum sinnum á Menningarnótt 2013 og 2014, hátíðartónleikum 2013 vegna Barnamenningarhátíðar í Hörpunni, Músíktilraunum 2014 og ýmsum skemmtistöðum sem og fjölmörgum viðburðum á vegum félagsmiðstöðva, skóla og einkaaðila.

Meðal eftirminnilegra tónleika var All-Ages gigg á Gauknum þegar rokkararnir í Dimmu buðu þeir þeim að spila með sér á tónleikum fyrir alla aldurshópa 2014, en strákarnir halda allir mikið upp á þá hljómsveit.

Viðurkenningar

Meistarar Dauðans hafa hlotið viðurkenningar sem hljómsveit sem og sitt í hvoru lagi. Albert keppti þrisvar í hæfileikakeppni Hraunavallaskóla þar sem hann spilaði á bassann og hlaut þriðju, önnur og svo í síðasta skiptið fyrstu verðlaun. Ásþór og Þórarinn hlutu Tónsköpunarverðlaun Barnamenningarsjóðs fyrir lag sitt "Sálfræðingur dauðans" árið 2013 og unnu lagið áfram undir handleiðslu Hafdísar Bjarnadóttur og útbjuggu til flutnings í Hörpunni þar sem Jónas Sigurðsson gerði því góð skil fyrir fullum sal.

Meistarar Dauðans unnu svo keppnina Tónabær Rokkar árið 2013 og þar fyrir utan hafa þeir tekið þátt í Hæfileikakeppni Íslands og Ísland Got Talent þar sem þeir komust áfram í sjónvarpssal. Árið 2014 kepptu þeir í Músíktilraunum og voru bæði yngsta hljómsveitin sem tekið hefur þátt frá upphafi. Þórarinn Þeyr var langyngsti keppandinn frá upphafi. Aldurstakmarkið var 13 ár og Þórarinn var þá 10 ára. Það árið var þó meðalaldur hljómsveitarmeðlima látinn gilda svo það slapp til.

Frá keppninni Tónabær Rokkar 2013

Þetta var mikilvægur sigur fyrir hljómsveitina því honum fylgdi viðurkenning jafnaldra úr hverfunum í Reykjavík á tónlist þeirra. Þarna var Þórarinn 9 ára, Albert 12 og Ásþór 13 ára og þarna eru með þeim Bjarki (12) og Árni (10). Beðist er velvirðingar á hljóðupptökunni í vídeóinu sem fylgir.

Meðlimir hljómsveitarinnar

ÁSÞÓR LOKI RÚNARSSON er 16 ára og hefur spilað á gítar í 7 ár. Hann og bróðir hans Þórarinn búa í Hlíðunum í Reykjavík. Ásþór fékk inngöngu í Tónlistarskóla FÍH haustið 2014 og hefur gríðarlega gaman af náminu.

Hann leggur mikið upp úr sköpun og semur flest lög og texta hljómsveitarinnar. Af erlendum þungarokkshljómsveitum heldur Ásþór mest upp á eldri hljómsveitir eins og Metallica, Iron Maiden, Led Zeppelin, Black Sabbath, Nirvana, White Stripes og Rage Against The Machine. Þær íslensku hljómsveitir sem eru í mestu uppáhaldi eru Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Skálmöld og Hjálmar.

Ásþór Loki leggur stund á ýmislegt fyrir utan tónlistina. Hann fór snemma að skrifa sögur og eftir hann liggja þrjár fantasíubækur. Einnig hefur hann stundað júdó síðan hann varð sjö ára og er margfaldur Íslands- og Bandaríkjameistari í sínum flokki. Hann útskrifast úr Hlíðaskóla í vor og stefnir á nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð samhliða námi í FÍH.

ALBERT ELÍAS ARASON er 15 ára og hefur spilað á bassa í 6 ár. Hann býr á Völlunum í Hafnarfirði og gengur í Hraunavallaskóla. Hann er elstur í fjögurra systkina hópi en bróðir hans Árni Dagur spilaði í Meisturum Dauðans í rúmt ár. Hann hann hefur sótt einkatíma í bassaleik og stefnir á inngöngu í Tónlistarskóla FÍH í rafbassaleik haustið 2015. Hann er virkur í tónsmíðunum og hlustar mikið á tónlist. Af erlendri tónlist hlustar hann helst á Iron Maiden, Metallica og Led Zeppelin og af íslenskum hljómsveitum er Dimma í mestu uppáhaldi.

Fyrir utan tónlist og skóla hefur Albert lagt stund á skylmingar og klifur. Albert er tölvuáhugamaður og eins og aðrir hljómsveitarmeðlimir hefur hann einnig mikinn áhuga á spunaspilum enda tvinnar hljómsveitin saman æfingum og spunaspilun oft í nokkra daga í senn.

ÞÓRARINN ÞEYR RÚNARSSON er 11 ára og hefur spilað á trommur í tæp 7 ár. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Hlíðunum í Reykjavík og býr að því að vera yngri bróðir Ásþórs en þeir hafa æft saman frá því að hann eignaðist trommusettið, þá nýorðinn 5 ára. Þórarinn gengur í Hlíðaskóla og hann fékk inngöngu í Tónlistarskóla FÍH haustið 2014 þar sem hann sækir einkatíma en er í tónfræði í Listaskóla Mosfellsbæjar. Þórarinn er virkur í lagasmíðunum en hann útsetur allar trommur og svo á hann einn texta á plötunni. Af erlendum hljómsveitum heldur Þórarinn mest upp á Metallica, Led Zeppelin, Bítlana og Nirvana. Af íslenskum hljómsveitum eru Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma og Skálmöld oftast í spilaranum.

Eins og bróðir sinn er Þórarinn fjölhæfur ungur maður og fetar í fótspor bróður síns í skriftum og júdói en hann er tvöfaldur Íslandsmeistari og varð árið 2013 Bandaríkjameistari í sínum flokki.

Tónlistarnám

Allir hafa strákarnir verið í einkanámi á sín hljóðfæri. Þeim hafa m.a. kennt Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum og hljómsveit Ásgeirs Trausta og svo Kristinn Snær úr hljómsveit John Grant.

Veturinn 2014-15 hafa Ásþór og Þórarinn verið í Tónlistarskóla FÍH. Ásþór er fastameðlimur í samspili Róberts Þórhallsonar bassaleikara. Þórarinn hefur spilað með sveitinni í afleysingum en að auki sækir hann tónfræðinám í Listaskóla Mosfellsbæjar og leikur þar með samspili Ólafs Elíassonar píanóleikara.

ENGLISH VERSION

Meistarar Dauðans concert in Laugardalshöll 2015

Meistarar Dauðans was founded in January 2011 and consists of the three original members. Despite young age they have performed in many different places and written numerous songs and lyrics as well as playing various cover songs. The members of the band are Ásþór Loki Rúnarsson, 16 years (guitar & vocals), Albert Elías Arason, 15 years (base) and Þórarinn Þeyr Rúnarsson, 11 years (drums).

The band's pre-history can be traced back to 2008 when Ásþór and Þórarinn lived in Atlanta, USA, with their parents. Ásþór had already then, at age nine, been fiddling with the guitar and at Christmas 2008 Þórarinn got a small drum kit. They clearly enjoyed this and started practising hard at once.

Here is a picture of the brothers in the summer 2009 six months after they got their instruments.

Back in Iceland Albert started practising the base around the same time. The boys parents are old friends and when the brothers and their family moved back to Iceland they discovered the musical interests of each other. They started a band right a way and soon took up having long practice sessions, a habit they still practise.

Having played together for a year and a half they got two new members when Bjarki Mar and Árni Dagur joined the band for a while. In 2014 the band shrinked again to its original size and remains in that form.

Playing live

Despite young age Meistarar Dauðans have performed frequently including on radio and TV shows. The largest event they have played at was the Samfés festival in the Laugardalshöll venue for a crowd of roughly 5000 people in March 2015.

Meistarar Dauðans performed twice at Young Iceland Airwaves in 2013, four times at Menningarnótt, 2013 and 2014, at the children culture festival Barnamenningarhátíð in the Harpa concert hall, 2013, in the band competition Músíktilraunir, 2014, as well as numerous other places and events arranged by community centres, schools and private parties.

One of the memorable concerts was at Gaukurinn in 2014 when the rockers in the heavy metal band Dimma invited them to play at a concert for all ages, but that band is one of their favourites.

Awards

Meistarar Dauðans have got awards both as a group and individually. Albert participated three times in the talent competition of Hraunavallaskóla playing the base where he first got third, then second and lastly first place. Ásþór and Þórarinn got the children composition awards Tónsköpunarverðlaun Barnamenningarsjóðs for their song "Sálfræðingur dauðans" in 2013. They worked on the song further with the help of composer Hafdís Bjarnadóttir and arranged it to be performed by the musician Jónas Sigurðsson at the Harpa concert hall.

Meistarar Dauðans won the music competition Tónabær Rokkar in the year 2013 and also participated in the talent shows Hæfileikakeppni Íslands and Iceland Got Talent where they got to the performance on TV. In 2014 they competed in Músíktilraunir being the youngest band to enter the competition and Þórarinn being by far the youngest contestant in the history of the show. The age limit is 13 years and Þórarinn var 10 at the time but that year it was the average age of band members that counted.

Winning Tónabær Rokkar in 2013

It was important for the band to win this competition because it resulted in acceptance of their music by young people their age in Reykjavik. At the time Þórarinn was 9 years, Albert 12 and Ásþór 13 and, as you can see in the video, Bjarki (12) and Árni (10) played with them. We apologise for the sound recording in the following video.

The Dragon - Performed atTónabær Rokkar 2013 competition 2 years ago

The Band Members

ÁSÞÓR LOKI RÚNARSSON is 16 years and has been playing the guitar for 7 years. He and his brother Þórarinn live in the neighbourhood Hlíðar in Reykjavik. Ásþór got admitted into the Music school of FÍH in the autumn of 2014 and really enjoys the studying.

Ásþór revels in creativity and writes most of the songs and lyrics for the band. Among his favourite heavy metal bands outside of Iceland are older groups like Metallica, Iron Maiden, Led Zeppelin, Black Sabbath, Nirvana, White Stripes and Rage Against the Machine. Of Icelandic bands Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Skálmöld and Hjálmar are his favourite.

Ásþór Loki spends his time on many other things apart from the music. At an early age he showed interest in writing stories and has published three fantasy books. In addition he has practised judo from the age of 7 and has won multiple national Icelandic and USA championships in his category. He will finish Hlíðaskóli this spring and intends to study at the Hamrahlíð College next year in addition to the music studies in FÍH.

ALBERT ELÍAS ARASON is 15 years and has been playing the base for 6 years. He lives in the neighbourhood Vellir in Hafnarfjörður and attends the school Hraunavallaskóli. He is the oldest of four siblings but his brother Árni Dagur played with Meistarar Dauðans for roughly a year. Albert has taken privat base lessons and intends to study electrical base at FÍH music school as of autumn 2015. He is an active music writer and listens to music a lot. Among foreign bands he likes bands like Iron Maiden, Metallica and Led Zeppelin and of the Icelandic ones Dimma is his favourite.

Apart from music and school Albert has practised fencing and climbing. He is a great computer enthusiast and like other band members is greatly interested in role playing games and they frequently interweave band practises with role playing, often for few days at a time.

ÞÓRARINN ÞEYR RÚNARSSON is 11 years and has practised drums for almost 7 years. He lives with his family in Hlíðarnar in Reykjavík and benefits from being Ásþórs younger brother but they have practised together since he got his first drum kit at the age of 5. Þórarinn attends Hlíðaskóli elementary school and got accepted into the music school FÍH in the autumn of 2014 where he has private lessons but studies musicology in the art school in Mosfellsbær. Þórarinn is active in song writing as he arranges all the drums for the songs and in addition wrote one of the lyrics on the record. Metallica, Led Zeppelin, the Beatles and Nirvana are Þórarins favourite foreign bands but the Icelandic ones are Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma and Skálmöld.

Like his brother Þórarinn is a versatile young man and writes stories and practises judo like him but he is a double national champion and won a national USA championship in 2013 in his category.

Music studies

All the boys have had private lessons on their instruments. Among their teachers are Þorsteinn Einarsson from Hjalmar and Asgeir and Kristinn Snær who plays with John Grant.

The winter of 2014-2015 Ásþór and Þórarinn have attented the music school of FÍH. There Ásþór is a member of a practice band directed by baseplayer Róbert Þórhallsson. Þórarinn has played with that same band as a replacement drummer. In addition he studies musicology in Listaskóli Mosfellsbæjar and there he plays with a band directed by pianist Ólafur Elíasson.

The drummers at Stóri Hvellur, the John Bonham tribute

Þórarinn is here checking whether or not Halldór is holding a "proper" finger up. He does not approve of swearing and cursing!

Meistarar is following

Kristinn Agnarsson

Drummer for many artists, incl. John Grant, Ásgeir, Jónas Sig, Megas, Baggalútur and more.

Following Meistarar

Kristinn Agnarsson

Drummer for many artists, incl. John Grant, Ásgeir, Jónas Sig, Megas, Baggalútur and more.

Meistarar's projects

136% Funded
100% Completed
€3,393 Pledged
Finished

Backing projects

108% Funded
100% Completed
€6,486 Pledged
Finished
119% Funded
100% Completed
€35,799 Pledged
Finished
111% Funded
10% Completed
€11,132 Pledged
Executing
119% Funded
100% Completed
€3,557 Pledged
Finished
121% Funded
37% Completed
€3,026 Pledged
Executing
250% Funded
66% Completed
€100,170 Pledged
Executing
49% Funded
42% Completed
€7,306 Pledged
Cancelled
105% Funded
100% Completed
€1,051 Pledged
Finished
106% Funded
42% Completed
€3,172 Pledged
Executing
106% Funded
50% Completed
€4,249 Pledged
Executing
149% Funded
100% Completed
€7,431 Pledged
Executing
105% Funded
28% Completed
€15,793 Pledged
Executing

Karolina Fund ehf © 2017 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464